Lögin skylda þig til að leggja 4% af laununum þínum í lífeyrissjóð og vinnuveitandinn þinn er skyldugur til að taka það af áður en þú færð útborgað og leggja við 6% í viðbót. Þú borgar ekki skatta af þessum prósentum en það fer í sameignarsjóð þannig að þú átt bara viss réttindi þar en ekki inneign á þínu nafni.
Viðbótarsparnaður virkar þannig að þú segir vinnuveitandanum að þú viljir spara meira en þessi 4%, allt að 4% í viðbót og þá verður hann að taka það af þér og bæta við sjálfur allt að 2% og þú ræður hvert aukapeningurinn fer. Þú getur t.d. sett hann í séreignarsjóð þar sem hann safnar vöxtum á þínu nafni.