Þarna bjargaðist Glitnir fyrir horn, og þriðji græni dagurinn í röð í dag :)
En hinir bankarnir eru eftir.
Mogginn hefur meir að segja komið með jákvæðar fréttir á forsíðu en þeir eru nú frekar seinir,
enda skaðinn þegar skeður af óábyrgum fréttaflutningi þerra þar sem þeir gerðu mikið úr vafasömum fréttum..

Innlent | miðvikudagur, 29. mars 2006 08:47 Viðskiptablaðið vb.is
http://www.vb.is/index.php?menu=news⊂=&id=9889


Álag á skuldatryggingar bankanna lækkar


- S&P gefur Glitni lánhæfismatið A-mínus


Álag á skuldatryggingar (e. credit default swaps) Glitnis hefur hjaðnað á fjármálmörkuðum eftir
að bankinn fékk langtímalánshæfismatið A-mínus hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Standard & Poor's,
sagði Ingvar Ragnarsson, forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis, í samtali við Viðskiptablaðið í gær.
S&P segir horfur bankans stöðugar.
———————————————-

Miðvikudaginn 29. mars, 2006 - Innlendar fréttir Mbl


Ávöxtunarkrafan á eftirmarkaði hraðlækkaði


Glitnir fær A í lánshæfismati hjá Standard & Poor's



ÁVÖXTUNARKRAFA á skuldabréfum allra íslensku bankanna snarlækkaði á eftirmarkaði í Evrópu í gær eða
um 0,13-0,17% í kjölfar þess að greint var frá því að Glitnir hefði fengið einkunnina A- á langtímaskuldbindingar og
A-2 á skammtímaskuldbindingar hjá bandaríska lánshæfismatsfyrirtækinu Standard & Poor's sem telur horfur bankans vera stöðugar.
Krónan styrktist um 1,3% gær og úrvalsvísitalan hækkaði um 0,85%.

Glitnir er nú kominn með þrefalt lánshæfismat og er fyrstur íslensku bankanna til þess að fá lánshæfismat hjá
Standard & Poor's (S&P). Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir stjórnendur bankans hafa velt því
fyrir sér að fá mat hjá S&P en ekki hafi verið tekin ákvörðun um það eins og stendur.

Lækkun um 0,13% til 0,17%
..

Aukin tiltrú á bönkunum

Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir að alþjóðlegir skuldabréfamarkaðir hafi tekið fréttum af lánshæfismati S&P afar vel.

“Álag á Glitni, sem og á aðra íslenska banka, lækkaði nokkuð stöðugt eftir því sem leið á daginn í gær.
Á síðustu tveimur dögum hefur álagið á okkar bréf lækkað um 20 punkta, eða 0,2%, sem er veruleg breyting.”

Bjarni sagði ennfremur að lánshæfismatið hefði skapað ákveðinn stöðugleika á markaðinum og
aukið tiltrú manna á íslenskum bönkum og íslenska efnahagslífinu.