Markaðurinn alveg í köku í dag, FL niður um 5,8%, kB 5,9% og er nú 823,
og krónan er náttúrulega líka niður.
Nú er það spurningin hvort litið verður á þetta sem kauptækifæri
eða verður næsta vika líka rauð.. :o

Skuldabréfum fyrir tugi milljarða sagt upp

Svokallaðir peningamarkaðssjóðir í Bandaríkjunum hafa sagt upp skuldabréfum sem þeir hafa keypt af íslensku viðskiptabönkunum fyrir andvirði mörg hundruð milljóna, ef ekki vel á annan milljarð dala.

Fyrir liggur að búið er að segja upp skuldabréfum Kaupþings banka fyrir 43 miljarða og a.m.k. fyrir liðlega sjö milljarða hjá Landsbankanum sem samtals gera meira en 50 milljarða króna. Ekki fæst nákvæmlega uppgefið hversu mikið hefur verið sagt upp af bréfum Glitnis en þar er þó væntanlega um tugi milljarða að ræða miðað við umfang skuldabréfaútgáfu bankans þar.

Ástæða uppsagnanna er hækkandi ávöxtunarkrafa á eftirmarkaði sem rýrir verðgildi skuldabréfanna.

Skuldabréfin sem peningamarkaðssjóðirnir vestra hafa sagt upp eru svokölluð framlengjanleg fimm ára skuldabréf, þ.e þau þurfa sjóðirnir að framlengja um hver mánaðamót en geri þeir það ekki, eins og nú hefur gerst, þurfa íslensku bankarnir að greiða þau upp að þrettán mánuðum liðnum. Því er ljóst að endurfjármögnunarþörf viðskiptabankanna á árinu 2007 eykst sem nemur uppsögnunum þótt bankarnir hafi vafalaust gert ráð fyrir þeim möguleika í áætlunum sínum.