NFS, 23. Mars 2006 12:45
Útilokar ekki flutning höfuðstöðva KB banka úr landi
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, segist ekki útiloka þann möguleika að höfuðstöðvar bankans verði fluttar úr landi, þótt engin ákvörðun hafi verið tekin um það. Sigurður sagði þetta í viðtali við NFS í morgun, en vísaði að öðru leyti til ræðu sinnar á aðalfundi bankans nýverið.

Þar víkur Sigurður meðal annars að því að krónan sé óhentug fyrir banka eins og KB banka. Nokkrir lykilstarfsmenn bankans starfi nú þegar á erlendri grundu, visst óhagræði sé af því að íslenska kauphöllin skuli ekki vera tengdari erlendum kauphöllum en hún er, heppilegt geti verið að stofna evrópskt fyrirtæki um rekstur bankans í stað þess að reka íslenkst móðurfélag og dótturfélög í mörgum löndum, og að bankinn hefði ekki lent í þeirri neikvæðu umræðu sem hann hefur fengið, ef hann hefði ekki verið íslenskur.

Samkævmt þessu hníga ýmis rök til þess að flytja höfuðstöðvarnar úr landi þótt ekkert hafi verið ákveðið um það, eins og fyrr segir. Liðlega eitt þúsund manns vinna hjá bankanum hér á landi, þar af hátt í 400 í höfuðstöðvunum. Hann er þannig talsvert fjölmennari en nokkurt álver hér á landi, auk þess sem meðaltekjur í bankanum eru talsvert hærri en í álverum og skattekjur ríkisins af þeim að sama skapi meiri.

nohh það er bara svona. En kannski bara eðlilegt framhald. Vitað hefur verið af því að hátæknifyritæki gætu komið sér úr landi enda er hér er sýnin meðal stjórnarinnar að sökkva landsvæðum fyrir álver með niðurgreiddri orku og ríkisábyrgð sem skapar ruðningsáhrif fyrir aðrar greinar. Svo er það krónan, að láta svona örmiðil fljóta er ákaflega absúrd, það er nú alveg lágmark að tengja hana við aðra gjaldmiðla.

En þessi hugmynd er samt frekar furðuleg. Hér eru þetta 1000 starfsmenn hjá KB
og varla geta þeir bara fært helling af lykilstarfsmönnum burt enda bankinn
bara það fólk sem er á bakvið hann..

Eru þeir ekki bara með samskonar (innnantómar) hótanir
og alcoa þarna í hafnarfirði “Ef við fáum ekki stækkun förum við”,
en KB gæti verið að meina: “Ef ríkið losar sig ekki við Íbúðalánasjóð þá förum við” :)