Soldið seint að ég er að svara þessu en ég hef ekki kíkt á fjármál svo lengi. Þetta er svo dautt eitthvað hérna. Alla vega:
1. Kreditkort hafa ekki færslugjöld á kúnnann, bara á kaupmanninn
2. Árgjaldið getur verið frá 2600 og uppúr.
3. Aðrar tekjur eru t.d. útskriftargjald af hverjum reikningi, prósentur ef þú tekur út peninga og feitar vaxtagreiðslur ef þú borgar ekki upp mánaðarlega.
Ef þú hefur þá sjálfsstjórn að geta notað kreditkort á skynsamlegan hátt, þá er þetta í góðu lagi. Hins vegar ef þú ferð að kaupa fullt af drasli án þess að vita hvort þú getur borgað eða ferð að kaupa villt og galið á visa rað, þá borgar það sig ekki. T.d. svarta kortið þar sem þú getur velt skuldinni yfir á næsta mánuð og svo borgar þú um 20% vexti, það er ekki sérlega gáfulegt. Hins vegar er þetta fín leið til að fá peninga lánaða í einn mánuð, svo framarlega að þú kaupir ekki það mikið að þú getir borgað.
Síðan getur þú fengið fyrirframgreitt greiðslukort en eins og með allt annað, þá verður þú að skoða gjöld og skilmála áður en þú getur metið hvort það er kostur sem hentar þér.