Eru margir hérna að versla með hlutabréf svona reglulega? Farið þið í Kauphöllina? Hvað eruð þið að græða mikið svona sirka á ákveðnum pening?
Bara að spá, þekki reyndar einhverja hér á Huga sem eru mikið í þessu en vonast eftir sem flestum svörum.
Hálffimm birting
21.03.2006
Spánný skýrsla frá Danske bank
Den Danske Bank sendi frá sér nýja greiningu á íslenska hagkerfinu samhliða þjóðhagsspá til 2008. Greiningin hlýtur að teljast einkar áhugaverð fyrir Íslendinga og færa þeim nýjar upplýsingar. Þar kemur t.d. fram að allar íslenskar hagsveiflur hafi endað með harðri lendingu – þar með talið árin 1999 og 2002. Ennfremur eru lesendur fræddir um að viðskiptahallinn á síðasta ári hafi verið 20% og að launahækkanir hafi verið aðalástæða verðbólgu á allra síðustu árum. Og svo mætti áfram telja. Höfundarnir eru einnig svo vinsamlegir að bera Ísland saman við Taíland og Tyrkland til þess að styðja þá niðurstöðu að Ísland sé á leið í fjármálakreppu líkt og þessi lönd á sínum tíma. Samt sem áður kemur í ljós að Ísland á í rauninni ekkert sameiginlegt með þessum löndum nema aðeins mikinn viðskiptahalla og hraða aukningu útlána. Íslendingar voru ekki með fastgengisstefnu á þessum tíma né heldur hafa þeir notað erlend lán til fasteignakaupa líkt og þessar þjóðir á þeim tíma. Í þjóðhagsspánni er síðan gert ráð fyrir 5-10% samdrætti í landsframleiðslu á næstu árum, sem að mati Greiningardeildar er einkar ólíkleg niðurstaða.
Sama sagan!
Svo virðist sem erlendir greiningaraðilar séu enn og aftur að falla í þá gryfju að bera skuldastöðu landsins saman við verga landsframleiðslu. Þetta gefur verulega ranga mynd þar sem hagkerfið hýsir mörg stór fyrirtæki með umfangsmikla starfsemi erlendis. Til dæmis ef tekin er saman efnahagsreikningur Kaupþings, Glitnis og Landsbankans er það um fimmföld landsframleiðsla ársins 2005.
Hörð viðbrögð á gjaldeyrismarkaði
Gengisvísitala krónunnar veiktist um rúm 2,6% í dag og var vísitalan 120,5 stig við lokun markaða. Markaðurinn virðist hafa brugðist fremur hart við skýrslunni enda hefur markaðurinn verið næmur gagnvart nýju fréttaflæði á liðnum vikum, sérstaklega af hálfu erlendra aðila.
Hádegisölið á undanhaldi í Danmörku
Nýleg rannsókn í Danmörku hefur leitt í ljós, að sá siður að skola niður hádegisverðinum með köldum bjór er á undanhaldi í landinu. Aðeins um 11% Dana segjast mega vinnu sinnar vegna fá sér bjór í hádeginu en árið 2002 var þetta hlutfall 56%.