Ég er svona rétt að læra inná þetta, kann nú ekki neitt:p, en ég hef áhuga að kaupa hlut í Straumi Burðarás, hvar geri ég það?Og get ég ekki alveg keypt hlut fyrir 40.000?
Bankarnir sjá um kaup og sölu. Þ.e.a.s þeir hafa einir rétt til að fjárfesta. Þetta er allt gert í gegnum svo kallaðan verðbréfamiðlara. Rétt er að minnast á að bankarnir taka þóknun og þjónustugjöld. Kbbanki er til að mynda með 1-3% fer eftir upphæð.
Strb er alls ekki vitlaus fjárfesting, sérstaklega í ljósi þess að uppgjörið fyrir árið 2005 var yfir væntingum greiningardeilda, þ.e.a.s deilda innan bankanna sem spá fyrir um gengi fyrirtækja í kauphöllinni.
40.000 er ekki mikið. Eða 38.000 eftir þóknun og þjónustu. Þú lærir meira, og getur þar að auki sagt félögunum frá því að þú sért hluthafi í straumi :)
Miðað við 14 ára gamlan vitleysing þá finnst mér 40.000 vera mikið og ekki margir á mínum aldri sem myndu gera slíkt hið sama en ég þakka hversu fljótt þið svarið haha :D
hehe, þetta er bókað pabbi hans á hans notendanafni. Það veit enginn 13 ára strákur svona mikið um kaup og sölu á hlutabréfum og hafa ábyggilega fáir áhuga á því. Nema þetta sé undrabarn eins og þú segir :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..