Ég hef verið að velta fyrir mér að bregða á leik með smáaura og versla með erlend hlutabréf og/eða fjármálaafurðir á netinu.
Maður getur náttúrulega stofnað e*trade reikning gegnum Landsbankann. Það er ábyggilega traust en mér finnst þóknunin frekar blóðug ef maður er að leika sér með litlar upphæðir.
Hefur einhver hérna reynslu af ódýrari aðilum (s.s. http://www.scottrade.com/)?
Getur maður ekki auðveldlega lent í svikahröppum?
Veit einhver hvers vegna það kostar 20$ að versla á e*trade gegnum Landsbankann en 7-10$ fyrir erlenda “Power” viðskiptavini e*trade?
Er erfitt fyrir fólk utan Bandaríkjanna að stofna reikning beint hjá svona verðbréfasöluvefjum?
Er leikur einn að hella sér út í kaup á valréttarsamningum (puts and calls) í hlutabréfum og hlutabréfavísitölum, eða þarf einhverja ægilega innistæðu til að fá að vera með?
Miðlið endilega af reynslu ykkar!