Svarið kemur seint, en kemur þó vonandi að gagni.
Af hverju þarftu líftryggingu? Ef þú er einstæðingur hefur þú ekkert með hana að gera. Ef þú skuldar og vinir/ættingjar hafa skrifað uppá gæti verið gott að vera tryggður fyrir rúmlega þeirri upphæð. Þá skaltu einnig ganga frá erfðarskrá þar sem ráðstöfun peningsins er á tæru.
Ef þú átt fjölskyldu er um að gera að vera með líftryggingu. Miðaðu upphæðina við það sem þarf til að makinn og/eða börn geti greitt nægjanlega mikið af skuldum til að geta lifað á einum launum. T.d. greitt upp húsnæði.
Ef þú skuldar LÍN þá held ég að sú skuld falli niður fallir þú frá. Ef dánarbúið á eignir þá er hugsanlegt að LÍN taki upp í skuldina.
Skoðaða sjúkdóma- og slysatryggingu frekar. Ef þú hefur ekki verið með lögheimili og borgað skatta á Íslandi í nokkur ár skaltu kanna hvort þú átt rétt á heilbrigðisþjónustu án greiðslu. Ef ekki fáðu þér tryggingu sem dekkar hana, hérlendis og erlendis.
Það er til aragrúi af tryggingum. Sjálfur myndi ég skoða söfnunarsjóðstryggingu sem tæki á sjúkdómum og slysum.
Leggðu einnig pening í frjálsan lífeyrissjóð. Þeir eru til hérlendis, en einnig alþjóðlegir s.s. Alianz. Ekki sleppa þessu! Það er um að gera að byrja strax þar sem sá peningur sem fer inn núna hefur flest ár til að ávaxta sig.