Íbúð er góð fjárfesting uppá það að þær hækka svo til alltaf í verði og þú getur oft fengið þannig kjör að þú getur leigt hana út fyrir meira en afborganir. Þannig ertu að fá tekjur af henni og eftir því sem þú greiðir niður lánin, þá hækka tekjurnar því þú heldur eftir stærri hluta af leigunni.
Ef þú býrð í leiguhúsnæði nú þegar, þá er ekki spurning að íbúð er góð fjárfesting því þú ert þá að borga í eigin vasa en ekki í vasa húseigandans.
Ég mæli jafnvel með því að leita þér að sæmilegri ósamþykktri íbúð. Þær eru ódýrari og fólk sem er að leigja borgar alveg jafnmikið í leigu fyrir það. Ef það er ekkert að íbúðinni, þá er það ekkert að spá í hvort hún sé samþykkt eða ekki. Eina sem er er að þú færð ekki lán úr íbúðalánasjóði en þú getur fengið lán frá banka, lífeyrissjóðum og annars staðar. Þessar íbúðir hækka líka alveg jafn mikið í verði og aðrar.