Nú er maður farin að heyra tal um að í fréttum það sé hagvöxtur og góðæri, persónulega skil ég þetta ekki, er það merki um hagvöxt og góðæri að atvinnuleysi er að aukast og að 5.609 eru atvinnulausir ( tekið af www.vinnumalastofnun.is ) og hefur verið að aukast allt síðasta ár.
Í ísland í bítið kom viðtal við fasteignasala sem sagði að íbúðarverð myndi halda áfram að hækka því það væri svo mikill hagvöxtur og góðæri, fyrir mér hljómar þetta sem orð persónu sem er ekki í snertingu við veruleikann. Líka sá maður á RÚV í kvöld talað um mikinn hagvöxt, ef þetta er rétt, ættu þá ekki að vera mikið færri án atvinnu ?