Þeir eru sko ábyggilega allir svindlarar nema þú þekkir viðkomandi. Hvaða sölu sem þú ferð á, þá ekki taka neinu tilboði nema hafa allt skothelt og ekki flýta þér. Sá sem er að kaupa getur alveg beðið í einn dag meðan þú hugsar málið. Ég hef orðið vitni að því þegar ég var að kaupa íbúð að fasteignasalinn hringdi í eigandann og laug því að ég væri að fara til útlanda og hann yrði því að taka tilboðinu strax. Ég hef líka lent í því þegar ég var að selja íbúð á annarri sölu að fasteignasalinn lagði að mér að taka tilboðinu og sagði kaupandann í fínu lagi. Ég komst hins vegar að öðru eftir öðrum leiðum en var þá búinn að skrifa undir. Kaupandinn fékk síðan ekki lán sem hann hafði stólað á en þar sem fasteignasalanum hafði láðst að setja dagssetningu á fyrstu greiðslu var ég fastur í þessu tilboði meðan hinn væntanlegi kaupandi var með allt niðrum sig. Til þess að ég gæti ekki selt annars staðar passaði fasteignasalinn sig á að vinna nú ekkert í að fá hann til að falla frá tilboðinu fyrr en hann var búinn að finna annan kaupanda. Síðan laug hann að þeim kaupanda hvað væri innifalið til að fá hann til að bjóða sem hæst. Alla vega, passa sig á þessu.