Ég ætla að deila með ykkur nokkrum af mínum sparnaðarráðum.

Eins og margir þá er ég með yfirdrátt og skuldabréf og hvað þetta allt heitir. Og maður hefur því þurft að finna leiðir til að spara hverja einustu krónu svo að endar nái saman.

1. Fá sér síhringikort
Vissir þú að það kostar 500-1000 kr að fara yfir á debetkorti. Þó það sé ekki nema 50 kall sem þú ferð yfir þá þarftu að borga um 500 kr fyrir það. Ég fékk mér síhringikort og sparaði mér 36.000 kr á ári. Ég var nefnilega alltaf að fara yfir.

2. Yfirdráttarheimild
Það eru miklir vextir og gjöld á yfirdráttarheimild. Því er betra að leggja 1000 kallinn sem þú ætlaðir að kaupa spólu og nammi inn á reikninginn og láta lækka heimildina sem því nemur. Þá lækka vextir og gjöld.

3. Afborganir af lánum/skuldabréfum
Þetta ráð er reyndar búið að koma áður en er engu að síður mjög mikilvægt. Að borga inn á höfuðstólinn og þú minnkar það sem þú borgar í vexti. Minni kostaður og fljótari að borga lánið.



Svo er líka alltaf best að vera ekkert að fá lánað.