Verðbólgan fór alvarlega úr böndunum síðari hluta ársins 1982. Í september það ár hækkaði vísitalan um 8,4%. Verðbólgan róaðist ekki fyrr en ári síðar.
Í september 1983 hækkaði vísitalan um 0,5% á milli mánaða og var það í fyrsta sinn í rúm tvö ár sem hún hækkaði um minna en 1% á milli mánaða. Næstu tólf mánuði á undan, það er frá ágúst 1982 til ágúst 1983, hækkaði vísitalan um 103%, en það þýðir að verðlag ríflega tvöfaldaðist á tólf mánuðum. Það þýðir þá auðvitað líka að sá sem átti peningaseðil í ágúst 1982 gat keypt helmingi minna fyrir hann í ágúst 1983.
Verðbólgan allt árið 1983, það er frá janúar 1983 til janúar 1984, mældist rúm 70%.
Börn og kynlíf