Þegar vel gengur vilja margir kaupa í fyrirtækinu og því hækka hlutabréfin í verði en þegar illa gengur lækka þau. Ef vel gengur greiðir fyrirtækið líka út arð.
Ef þú hefðir t.d. keypt hlutabréf í Eimskip fyrir 10 milljónir fyrir ári síðan á genginu 4,72 gætir þú selt þau í dag fyrir 13.453.389 kr. á genginu 6,35. Einnig hefðir þú fengið um 190 þús. kr. í arð vegna þess að fyrirtækinu hefur gengið vel og því grætt um 3,5 milljónir alls.
Ef þú hefðir keypt í ACO-Tæknival í staðinn á genginu 1,4 gætir þú selt í dag á 3.571.428 kr. á genginu 0,5 og hefðir sem sagt tapað 6,5 milljónum vegna þess að þeim gekk mjög illa.
Ég fann ekki Símnet en ef þú virkilega átt 10 milljónir og þarft að fjárfesta þá skaltu bara labba inná verðbréfamarkað og fá að tala við einhvern. Það er samt ekki gott að kaupa bara í einu fyrirtæki því það getur farið illa. Best er að láta ákveðna prósentu af peningunum í örugg traust fyrirtæki og eitthvað í áhættu þar sem þú gætir grætt rosalega en líka tapað rosalega.