Þetta á kannski ekki alveg heima hér en… vitið þið hver lágmarkslaunin eru þar sem fólk er á jafnaðarkaupi? 'Eg þarf nauðsynlega að vita þetta. Ef þið vitið eitthvað um þetta… <br><br>
Það fer eftir stéttarfélagi. Á vef Eflingar er sagt að lágmarkslaun fyrir starfsmann sem er orðinn 18 ára og hefur starfað hjá sama fyrirtæki í 4 mánuði eða lengur séu 91 þús á mánuði fyrir fulla vinnu. Hjá VR er það 93 þús.
Ef þú ert ekki viss, þá geturðu spurt stéttarfélagið en miðað við fulla vinnu sem er 173,33 tímar á mánuði, þá kemur 600 á tímann út eins og 103.998 á mánuði sem er vel yfir lágmarkinu. T.d. er taxti fyrir fiskvinnslufólk 512 kr. á tímann. Þar sem þú ert líka 17 ára þá mega þeir borga þér 5% lægra en þeim sem eru 18.
Það er náttúrulega rétt að þetta er ekki mikið en alla vega ertu vonandi ekki einstætt foreldri með 3 krakka eða eitthvað á framfæri :)
Jafnaðarkaup er ekki í samningum, þar af leiðandi er óheimilt að bjóða unglingum eða öðrum jafnaðarkaup. Eftir 8 tíma vinnudag er álagið 80% fyrir dagvinnufólk oná þennan dagvinnukaup. Ef ég hef vitlaust fyrir mér þá vinsamlegast bendið mér á hvar það stendur að vinnuveitendur megi, samkvæmt lögum eða samningum, borga jafnaðarkaup.
Það stendur hvergi í kjarasamningum eða lögum að það megi borga jafnaðarkaup, það er heldur hvergi til nein almenn skilgreining á jafnaðkaupi. Hins vegar stendur heldur hvergi í lögum eða kjarasamningum að það megi ekki borga þér jafnaðarkaup… enda er ekki tæmandi upptalning á því hvernig hægt er að greiða þér fyrir vinnu þína. Þó hafa verið gerðir sér kjarasamningar við Bíóhúsin og 10-11 svo dæmi séu tekin, þar sem kveðið er á um jafnaðarkaup. Þegar þér eru greidd laun á jafnaðarkaupi verður að tilkynna þér forsendur útreikninga þess. Kaupið á að vera miðað út frá hlutfallslega áætluðum dagvinnutímum og yfirvinnutímum og vera því hærra en lágmarkstaxtar dagvinnu- og yfirvinnutíma. Segjum sem svo að þú sért 40% í dagvinnu og 60% í yfirvinnu, þá á tímakaupið á jafnaðarkaupi að samanstanda af 40% lágmarksdagvinnutaxta og 60% lágmarks yfirvinnutaxta.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..