Flest ef ekki allt network marketing byggist á pýramídakerfi sem hrynur um sjálft sig þegar allir eru byrjaðir að selja. Ef þér tekst að vera einn af þeim fyrstu í vinsælu svoleiðis kerfi geturðu grætt, a.m.k. tímabundið. Annars er það bara kostnaður. Þegar pýramídinn hrynur tapa líka allir þeir sem eru á neðsta þrepinu þannig að þú ert í raun að græða á þeirra kostnað og þarft að hafa samvisku í það að hafa pening af fólki. Sérstaklega ef þú ert að draga vini og vandamenn inn með þér.
Flest af þessu byggist líka á því að selja eitthvað drasl á uppsprengu verði þannig að þú verður að hafa samvisku í það líka.