Sæl verið þið hugarar og gleðileg jól.
Nú er svo komið að ég skrifaði undir lán hjá systur minni (eins og góðum bróðir ber að gera :-) ) og er hún komin á hausinn og getur ekki greitt þessi lán sín. Þá fara þessar lánastofnanir að herja á mig um að greiða lánin hennar.
Ég get ekki greitt þetta fyrir hana og enginn annar sem er í ábyrgð fyrir hana getur það (lélegir ábyrgðarmenn, enda er þetta líka fáránlegt kerfi þetta ábyrgðarmanna kerfi, en hvað með það, efni í annan þráð). Það sem mig langar að vita er hvað græða þessar stofnanir á því að draga mann í gjaldþrot? Ég á ekki neitt sem þeir geta fengið pening úr (ég á íbúð en hún er full veðsett og fá þeir því ekkert úr henni) og sé ég þetta bara sem auka kostnað fyrir stofnanirnar.
Gera þær þetta bara til að sýna fordæmi? Þ.e.a.s. sýna öðru fólki að ef það gerist ábyrgðarmaður þá verður það gert ábyrgt, hvort sem það er hagkvæmt fyrir lánastofnunina eða ekki.
Ég hef heyrt fleygt fram hugtakinu “árangurslaust fjárnám”. Hvað er það og hvaða þýðingu hefur það fyrir þolandann?
Endilega, ef þið hafið einhverjar upplýsingar sem þið væruð til í að deila, ekki hika, einnig ef þið vitið um vefslóðir sem maður getur fræðst um fjárnám, látið þær flakka líka.
Með fyrirfram þökk
Óli