Ef þú klárar mánaðarlaunin bara í gjafir, þá ertu greinilega að eyða of miklu í gjafir. Þú þarft bara að minnka gjafaæðið hjá þér og skammta þér hvað þú hefur efni á að eyða í gjafir og kaupa ekki fyrir meira en það. Það er enginn sem fer með þig í búðina og lætur þig kaupa eitthvað sem þú hefur ekki efni á, er það nokkuð?
Ég er t.d. frekar blankur þessi jól og ég gaf bara mömmu og pabba. Pabbi fékk dagatal sem kostaði mig um 600 kall og mamma fékk hanska sem kostuðu um 800. Ef þú þarft að gefa litlum krökkum, þá er alveg eins gott að kaupa eitthvað handa þeim í ódýru búðinni eins og að kaupa dýrar bækur eða geisladiska. Þeim finnst bara gaman að fá pakka. Jafnvel þegar ég var krakki og maður fékk bara heimaprjónaða vettlinga og ullarsokka frá ömmunum sínum þá var það bara fínt og maður vissi líka að þær höfðu ekki mikinn pening. Þú getur líka gert eitthvað svoleiðis, bara föndrað gjafir.