Við fyrstu skoðun sýnist mér að eingöngu sé fjallað um fjármálamarkaðinn og fyrirtæki tengd honum hér inni en ég er forvitinn að vita hvernig þið sem einstaklingar sjáið um rekstur á… já ykkur sjálfum.
Hvort sem fólk er einstaklingar og búa hjá foreldrum eða upp komin með heimili og fjölskyldu þá þarf að reka allan pakkan og halda utan um útgjöld svo fátt eitt sé nefnt. Getið þið frætt mig á því hvernig ykkar rekstri er háttað í fáum dráttum?
<Er öll eyðsla skráð niður og ertu með góða yfirsýn yfir öll útgjöld, sparnað, rekstrarkostnað sem fylgir því að reka “þig”?
Seturðu þér lang- og skammtíma plön varðandi sparnað?
Veistu fyrirfram hve mikið fer í reikninga hvers mánaðar?
Hvaða tól notarðu til að reikna út þín fjármál…(MS Money, Excel, access, freeware tól af netinu o.s.frv.)
eða… Seturðu allt á VISA rað og hefur áhyggjur síðar? :)
kveðja,´
Wonko