Mig hefur oft langað að prófa að versla með verðbréf en aldrei sett mig inn í það né haft fjármagn til þess. En núna er hægt að prófa þetta með plat peningum(þið hafið kannski prófað þetta). En þetta er helvíti gaman. Auðvitað er maður að taka sénsa sem maður myndi ekki taka með sínum eigin peningum. Ég skráði mig bara í þennann leik á ameritrade.com og fékk $50000 til að leika mér með. Þetta er víst líka til á yahoo. Þú þarft reyndar að hafa addressu en eflaust er hægt að búa hana til. Ég notaði mína gömlu frá usa.

Ég byrjaði á því að kaupa bréf í:
Kók (KO)55stk
Pepsi (PBG)100stk
Pennzoil (PZL)800stk
Fedex (FDX)300stk
Wal-mart (WMT)30stk
Tom Brown Inc.(TBI)200stk
Og síðast en ekki síst 7500 hluti í decode (DCGN) á 1,73 og seldi á 2,21 hehe græddi á þeim einn af fáum. Fyndið, ég sem sagði við sjálfann mig að ég myndi aldrei kaupa decode. En þar sem þetta er ekki í alvörunni þá……

Nú er ég búinn að panta bréf fyrir um $50000(gúlp) og fæ þau þegar markaðir opna á mánudag. En þetta er alveg eins og í alvöru ss. getur bara keypt og selt þegar opið er. Ég skoða hlutina á nasdaq.com fyrst til að kynna mér bréfin og kaupi svo. Ég mæli með þessu fyrir þá sem langar að prófa verðbréfa markaðinn en hafa ekki fjármagn til þess. Þetta er án efa besti tölvuleikur sem ég hef spilað. Það eina er að maður má ekki festa sig yfir því að horfa á bréfin fara upp og niður. Ég gerði það í smástund með því að ýta aftur og aftur á reload þannig að nýjustu tölur komu á 3 sekúndna fresti. En þú getur ss. fengið nýjustu tölur á nasdaq.com líka.

Hafið þið kannski prófað þetta? Ef svo er hvernig gekk ykkur og hvernig fannst ykkur best að skoða stokkana og velja? Leggið þið mikla áherslu á P/E? Það ætti að reyna að koma af stað umræðum um hvernig best er að velja og allt það.