Ég hef svolítið verið að pæla í sköttum hjá fólki yngri en 16 og hvernig reglurnar eru þar.

En ég er 14 ára gamall og vinn á Hóteli. Ég tel mig mjög heppinn með að fá starf þar svona ungur og er mjög þakklátur.
En svo þegar ég fékk fyrsta launaseðilinn þá varð ég soldið fúll út í það að ég þarf að borga einhver 6% í skatt. Allt í lagi með það hugsaði ég fyrst að fullorðnir eru að borga einhver 30% í skatt.
En svo sá ég að ég er að borga önnur 6% í lífeyrissjóð. Lífeyrissjóð. Ég hélt kannski að maður þurfti að vera ákveðið gamall til þess að borga í lífeyrissjóð en það að borga í lífeyrissjóð þegar maður er 14 ára gamall er lame að mínu mati. Maður á að njóta peningana þegar maður er ungur og ekki vera skyldugur til þess að borga í lífeyrissjóð.
Það hlýtur að vera hægt að sleppa því einhveginn eða hvað.