ISIC debetið frá Búnaðarbankanum Ég var í viðskiptum hjá Sparisjóðum fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég hafði verið með reikning þarna nærstum alla mína æfi og það var ekkert hægt að setja út á þjónustuna þar.

En þegar ég ætlaði að fá nýtt debetkort (í annað skiptið á innan við ári) hjá þeim sagði gjaldkerinn mér sem var örugglega nýbyrjuð að ég þyrfti að borga þúsundkall fyrir kortið þegar ég fengi það afhent sem kom auðvitað ekki til mála, ég ætla ekki að borga fyrir að fá kort sem ég borga hvort eð er allt og mikið fyrir að nota yfirleitt.

Þannig að ég skrapp uppí Búnaðarbanka og fékk skráði mig í Námsmannalínuna og viku síðar fékk ég afhent debetkort sem var í leiðinni ISIC-kort sem á að vera sönnun fyrir því að maður sé námsmaður, hvaða skóla maður er í o.s.frv.

Núna liðu nokkrir mánuðir þangað til peningarnir sem ég hafði unnið mér inn í sumar voru búnnir og ég þurfti að fá orlofið mitt borgað inn á debetkortareikninginn minn.
Þetta var síðasta daginn fyrir páskafríið og símatíminn í skólanum búinn en ég hélt að það væri nóg að framvísa þessu blessaða korti til að fá orlofið mitt millifært á reikninginn minn.

Gjaldkerinn sagði að ég þyrfti eitthvað vottorð frá skólanum um það að ég væri í námi þar. Ég spurði kellinguna hvort þetta ISIC-kort væri ekki nóg og það hóf svakalegar umræður á milli gjaldkeranna um hvort það væri nóg að nota kortið.

Þetta endaði með því að ég þurfti að hringja í skólann (utan afgreiðslutíma) og biðja um að þetta vottorð yrði faxað uppí banka. Ég hef ekkert verið sérstaklega vinsæll meðal þeirra sem vinna á skrifstofunni uppí skóla síðan.

Bankinn gefur út þessi skírteini og hann treystir ekki sjálfur því sem stendur á því.