Ég held það sé frekar augljóst að á þessu stigi sé efnahagsástandið í heiminum mjög skýrt að tími okkar til að sitja og sötra bónuskaffi með vikugömlum snúðum sem keyptir voru á 99.kr og segja að þetta muni reddast löngu liðin. Mig langar að byrja á því að þakka öllu því fólki, sama hvaða leið það styður til að bjarga okkur úr þessari kreppu fyrir að taka þátt og láta í sér heyra. Ef og vonandi þegar þetta leysist þá munu það vera þið sem fólk mun muna eftir.

Eins og Warren Buffet sagði einu sinni, “þetta þarf ekki að vera svona flókið, ef að aðili getur ekki útskýrt því sem hann er að selja mér aftan á sérvéttu, þá fjárfesti ég ekki í því”. Þannig vil ég hafa þessa grein. Mistökin sem margir gera þegar þeir tala um fólkið sem var að spreyða og kaupa sér hitt og þetta sem það þurfti ekki er að þeir afrgreiða það bara þannig án þess að gera sér grein fyrir því að vandinn var að fólk keypti sér hluti fyrir pening sem það átti ekki. Þetta er bara eins og við höfum bara notað Mattador peninga í stað alvöru gjaldmiðills. Ástæðan fyrir því að lönd eins og Kína eru ekki að koma eins illa útúr þessari eru að heimilin spara að meðal tali 40% af tekjum þeirra og láta sér ekki detta það til hugar að kaupa eitthvað nema þau eigi fyrir því.

Hvað varðar stjórnmálin þá verð ég segja að ég hef ekkert á móti því að ríkisstjórnin skerst í leikinn þegar svona gerist, sama hvaða landi það er. Kapítalistar halda því fram að það á eftir að gera illt verra, en það eru líka þeir sem gera ekkert annað en að væla um frjálsa markaðinn og þegar allt fer til fjandans þá er grátbeðið um næsta skattgreiðanda að redda þeim, höfðu ekki einsi sinni plan b eða eihvern sjóð þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir. En málið er einfaldlega það að þetta kerfi þeirra, eins gott og það má vera þegar það virkar, er ekki svona skothelt, stundum þarf að breyta og laga. T.d. var tilbúin atvinna í Bandaríkjunum sem hjálpaði þeim mjög mikið út úr kreppunni ásamt nýjum áætlunum frá ríkisstjórninni. Ég er alls ekki að segja að það eigi að gefa öllum í vanda pening strax eins og kaninn er að gera, en það eigi frekar að vera forgangslisti um hver fengi hvað. T.d. finnst mér að heimilinn, skólar og spítalar ættu að fá mun meiri athygli en fyritæki og eigendur þeirra sem reka bara fólk og biðja síðan um bónusa sem þeir voru alltaf að fá. Góð dæmi eru St. Jóseps spítalinn og hvað er að gerast í menntaskólum víðs vegar. Eins og fátækir nemendur og sjúklingar eiga að gjalda fyrir græðgi annarra.

Nú er mikið talað um lausnir, skatthækkanir, evran og hvað annað. Ég hef soldið mikið pælt í þessu, fyrst fannst mér ósanngjarnt að henda meiri skatt á mig. Ég myndi frekar vilja eiga nokkra þúsundkalla í viðbót, en samt sem áður hvað gerir það fyrir okkur sem heild. Eftir langa pælingu hefði ég ekkert á móti að borga hærri skatt, SVO LENGI SEM!: það fer í eitthvað sem hjálpar almenningi, svo sem, bætt menntakerfi (hærri laun fyrir kennara, leyfa þeim að prenta út námsáætlanir og lægra bókarverð), bætt heilsukerfi (hærri laun fyrir landlækna svo þeir þurfa ekki að flýja land eins og er að gerast, hærri laun fyrir hjúkkur og ljósmæður), hærri laun fyrir lögreglumenn, mikið af reiði þeirra í mótmælunum gátu hafa verið að þeir voru of fámennir, með of mikið vinnuálag og allt of lág laun fyrir það. Margt, margt fleira gæti komið inn í spilið.

En á endanum þá vona ég að fólk sjái loksins að svona óstjórnarleg græðgi leiðir aldrei út í eitthvað gott og að við finnum efnahagsjafnvægi með fræði frá fólki eins og Keynes þannig að við verðum betur búin fyrir næsta storminn.

Takk
“If you have a gun, you can rob a bank. If you have a bank, you can rob everyone”