Góð spurning sem margir vilja vita svar við en í raun hefur enginn svar, eina sem maður getur reynt að gera er að lesa eins mikið af um þetta frá sem flestum fjölmiðlum og reyna að fá heilstæða mynd.
Þessi grein mun fjalla aðeins um málið eins og það lítur út frá mínu sjónarhorni.
Í fyrsta lagi vill ég biðja fólk að halda reiði sinni í skefjum við lestur þessarar greinar og svara, hvorum meginn sem þú stendur vill ég biðja fólk að halda svörum málefnalegum og að virða það að skoðanir manna eru misjafnar.
Í þessari grein mun ég þó aðeins fara í mótmælin sem slík sem hafa verið svo í fjölmiðlum uppá síðkastið, mun reyna að skrifa aðra grein seinna í dag eða um helgina varðandi skoðanir mínar á ákveðnum stjórnmálaflokkum og hvernig þeir hafa staðið sig í krísunni.
Nú vill ég varpa fram spurningu til þeirra sem hafa verið að mótmæla. Vill endilega biðja ykkur að útskýra þetta þá fyrir öðrum sem sjá ekki ljósið eins og þið.
Hvað raunverulega græðum við á því að halda kosningar núna og reka alla toppana? Ekki einu sinni Steingrími dettur í hug að biðja um svo fáránlegan hlut.
Nú vill ég ekki dæma en ég væri til í að vita hve margir þeirra sem mæta þarna hafi raunverulega skoðað málið frá öllum sjónarhornum og pælt í þessu, ég er ansi hræddur um að fólkið sem mæti í mótmælinn megi setja í fjóra flokka.
Fyrsti og stærsti flokkurinn
Þeir aðilar sem eyddu um efni fram og smituðust af eyðslusemi bankanna, eiga allt sitt á annaðhvort verðtryggðum eða myntkörfulánum og sjá ekki fram á að geta borgað afborgarnir af þessu því þær hækka svo hratt og sérstaklega með allt þetta atvinnuleysi sem blasir við okkur. Ég finn mismikið með þessu fólki, þeir sem voru að kaupa sína fyrstu íbúð og eru núna fastir í skuldasúpu eða tóku í raun lítil lán til að halda sér á floti. Mín samúð er með þeim.
Fólkið sem þó keypti sér 100m króna einbýlishús, 20m króna Range Rover, 50" LCD sjónvarp í stofuna o.s.frv., þeir hafa ekki mína samúð, þetta er fólk sem hefur smitast af eyðslusemi bankanna og misst sig í eyðslu, eyðslu sem þau hafa ekki efni á, hvernig sem efnahagurinn stendur. Það fólk ætti að líta í sinn eigin barm.
Annar flokkurinn sem er þó tiltörulega minni
Unglingar! Held að þetta orð segi allt sem segja þarf, þarna erum við að tala um hópinn sem eggjaði alþingishúsið, málaði Valhöll rauða og vill að við förum að kveikja í bílum. Nú er notendagrunnur Huga byggður nærri því öllu leyti af unglingum og eflaust margir hérna sem tóku þátt í þessum mótmælum svo ég vill biðja ykkur að hafa eitt í huga fyrir næstu mótmæli.
HVER BORGAR BRÚSANN?
Öll skemmdarverk í ríkiseigum eru borguð af SKATTBORGURUM! Þarf ísland virkilega á meiri skuldum að halda og auknum útgjöldum?
Fólk hlustar ekki á skemmdarverk, ef ykkur finnst á ykkur brotið mætið þá í mótmælin, verið friðsamleg, haldið á skiltum og krefjist breytinga, skemmdarverk í skjóli mótmæla eru samt skemmdarverk!
Þriðji flokkurinn
Áhorfendur, fólk sem heyrir um mótmælin og vill bara fara að skoða og sjá hvað er í gangi, þannig hópur er í öllum mótmælum og ekkert að því. Vill bara biðja fólk þegar það talar um x þúsund manns hafi mætt þangað að ekki allir eru mættir til að mótmæla, sjálfur fór ég þarna framhjá um daginn til að skoða mótmælin.
Fjórði og minnsti flokkurinn
Fólk sem hefur myndað sér skoðun á þessu, fólk sem hefur ekki eytt um efni fram og hefur raunverulega rökstutt sína skoðun. Fólk sem hefur rétt á að mótmæla!
Nú eru þetta aðeins hugmyndir mínar eins og þær koma fyrir mínum augum og vill helst ekki alhæfa neitt þó þetta líti eflaust þannig út.
Minn rökstuðningur fyrir að vera á móti þessum mótmælum er eftirfarandi. Endilega komið með mótrök og ég svara og höfum þetta allt á málefnalegu nótunum.
Landið er í tómu tjóni
Viljum við virkilega skipta um stjórn landsins á svona tímum? Þarf virkilega að skipta um fólk í brúnni og láta nýtt fólk inní þetta sem þarf þá aukinn tíma til að koma sér inní málinn og jafnvel tekur allt aðra nálgun á hlutina og skemmir trúverðugleika landsins út á við enn meira.
Er ekki málið að reyna að leysa úr þessum alþjóðadeilum sem eru í gangi, bíða eftir að rykið sest? Leið og það hefur gerst styð ég aðrar kosningar, forsendur eru gjörbreyttar og því eðlilegt að kosið sé aftur. Þetta er nú lýðræði.
Skortur á málefnalegum rökum
Þetta er samt meiri ádeila á bloggið á MBL frekar en mótmælendur og á alls ekki við alla, því miður held ég að þetta eigi þó við fleirri en fólk vilji trúa, vonum að ég hafi rangt fyrir mér.
Sama fólk og hefur núna sem hæst um að FME og ríkisstjórnin hafi átt að grípa inní, setja lög til að stöðva bankanna eða halda í bankanna betur, samanber rökin að baklandið hafi ekki vaxið nógu hratt.
Mikið af þessu fólk er sama fólk og hafði sem hæst um að ríkið ætti ekki að skipta sér af þegar byrjað var að viðra hugmyndir um að bankarnir væru kannski aðeins of stórir og það þyrfti að gera eitthvað í þessu, flestir íslendingar létu gabbast (ég meðtalin) af fjölmiðlaáróðri stóru fjármálarisanna og maður hélt með þeim á móti illa ríkinu sem voru bara öfundsjúkir og vildu stöðva útrásinu sem kom íslendingum svo vel.
Það skemmir trúverðugleika mótmælenda og lætur efasemdamenn eins og mig vera á móti þessum mótmælum og skríslátum
Og varðandi að baklandið hafi ekki vaxið nógu hratt, íslenski seðlabankinn var með áður en þetta allt hrundi yfir hlutfallsega stærsta gjaldeyrisvaraforða í HEIMINUM!. Alltaf þegar maður geymir peninga og nýtir þá ekki í framkvæmdir eða aðrar fjárfestingar er maður að tapa pening og íslenska þjóðarbúið að tapa pening. Það að gjaldeyrisforðinn hafi átt að vera stærri er í raun óraunsætt.
Múgæsingur
Ansi hræddur er ég að ef Geir Haarde myndi láta sjá sig fyrir framan alþingishúsið til að ávarpa mótmælendur og ætla að reyna að svara spurningum (sem mótmælendur eru að heimta) þá yrði hann eggjaður af þeim fámenna skríl sem skemmdi mótmælin síðustu helgin, ef ekki verra. Þess vegna vill ég biðja fólk að róa sig!
Þetta er í raun það eina sem ég hef um þetta að segja, vill bara ítreka það til þeirra sem taka þátt í mótmælum sem er auðvitað réttur allra í lýðræðislegu ríki að halda þeim málefnalegum, fara ekki að skemma hluti því það kemur alltaf niður á okkur almennileg að borga þetta.
Vill líka biðja fólk að kynna sér allt almennilega og fara endilega á síður Financial Times, Sunday Telegraph, New York Times og sjá hvernig talað er um þetta útí heimi því íslenskir fjölmiðlar eru síður en svo hlutlausir og margir blaðamenn þar jafnvel persónulega reiðir þar sem þetta hefur áhrif á þá, samanber árás Egils Helgasonar á Jón Ásgeir þegar hann kom og reyndi að skýra sitt mál, eða þegar Geir Haarde mætti í kastljósið og hann fékk ekki einu sinni að opna munninn. En núna er ég kominn út fyrir upprunalega efnið og vill enda þetta enn einu sinni á að biðja ykkur að halda þessu málaefnaleginu og hvet sem flesta til að taka þátt í þessum umræðum.
Mynd fengin lánuð frá www.mbl.is