@Rakky
“Lender of last resort” Ég er sammála því að það sé hlutverk Seðlbankanas. Hann hefur þó eins og aðrir bankar rétt á að fá tryggingar fyrir ´sínum lánum, meta þær og taka sínar eigin ákvarðanir, ÞAÐ ER EKKI SJÁLFSAGT AÐ FÁ ÞAR LÁN ÞÓ HANN SÉ “LAST RESORT”
Þar má benda á verðmæti þeirra trygginga sem hann tók við þegar Kaupþingi var lánað. Eins og Björgólfur bentí réttilega a var sá banki ekki einusinni skráður á almennum markaði. (hef þó ekki kynnt mér það).
Í þessu eru svo mikilvægustu lög seðlabanka í capitalísku hagkerfi er að verka sem sterkur bakjarl bankana og seinasta von þeirra ef allt annað bregst
Þessi orð þín falla um sig sjálf, það eru engin lög sem segja að Seðlabankinn verði að lána áhættufíklum þegar spilaborgin þeirra er að falla til jarðar.
Ef ríkið gengur að óþarfalausu inná markaðinn með þvílíkum berserksgang og vitleysu er ég ekkert hissa á að fjárfestar sem gera ráð fyrir að landinu og fjárfestinga bakgrunni þess sem þeir eru að fjárfesta í sé stjórnað eins og á samkvæmt þeim capitalísku áherslum sem lagðar hafa verið.
Þetta eru nýjar fréttir fyrir mér. En ef þetta var “óþarft” afhverju báðu þá Glitnismenn um hjálp?
Varðandi gengismuninn, þá er ég að benda á að Glitnismenn voru á þessum tíma að væla yfir að lán/kaupverðið sem rætt hafði verið um væri fast á gengi föstudagsins en ekki vikunnar eftir að það tók að falla, þeir vildu s.s. fá fleiri krónur útúr “dílnum”. S.s. vildu fá greitt skv. gengi þess dags sem peningarnir yrðu greiddir á, en ekki þeim degi sem samningurinn var gerður.
Tilvitnun:
Með því að gera þetta á þennan máta er Seðlabankinn því ekki að einkavæða hagnaðinn og þjóðnýta tapið eins og einhverjir hafa sagt, heldur tryggja að þeir sem fengu hagnaðinn beri tapið.
Þú útskýrir ekkert… hvað ertu að tala um? Ríkið rædni hluthafa glitnis að ástæðulausu og græddu hundruð milljarða á kaupsamning sem var ekki í neinu samræmi við markaðinn.
Eigendur hlutabréfa í Glitni áttu ekki skilið að fá markaðsverð fyrir banka sem tæknilega séð var kominn á hausinn, það meikar ekki sens, þess vegna var Ríkið að borga of hátt verð fyrir sinn 75% hlut. Ríkið hefði átt að stofna nýjan banka og taka alla innlánsreikninga yfir til sín og láta spilaborgina falla á þá sem stofnuðu til allra skuldanna = þeir hefðu tapað öllu sínu (sem varð svo raunin hvort eð er).
Þessi litli pjakkur sem er búinn að vera mataður af bönkunum hefur ekki burði tilað draga þá fram af þessu hengiflugi sem “nota bene” bankanir hentu sér framm af sjálfir.
Litli pjakkurinn avr búinn að vara þá við og hefur í tíðina reynt að setja þeimskorður en nakarnir hefðu fyrir lönguátt að vera búnir að fjárfesta í eyrnapinnum fyrir arinn semþeir þóttust hafa grætt.
Bankarnir hafa ekki veriðað græða krónu í rauninni. Þar sem þeir eru konir í þrot´má segja að allir peningar sem notaðir hafa verið í annað en að styrkja reksturinn sé þýfi sem skotið hafi verið undan í rassvasa bankamanna.
Þeir gengu út úr bönkunum okkar með peninga sem þeir áttu ekkert í.
Þó það hafi staðið á launaseðlunum þeirra þá er augljóst í dag að bónusgreiðslur áttu ekki rétt á sér þar sem það var ekki verið að vinna gott starf, ef þessir peningar hefðu verið notaðir á skynsamlegan hátt þá væri staðan ekki svona í dag, svo mikið er víst.
Tilvitnun:
Upplýsingar eru nær undantekningalaust matreiddar til að þær hafi minni skaðleg áhrif en þær ættu að gera og einnig betri áhrif en þær ættu að gera. Með þessu móti breikkar bilið milli raunverðs og markaðsverð með tímanum þar til á svona stundu eins og í dag, að sannleikurinn kemur í ljós.
Ég held þú sért aðins að rugla eða bulla… Það er raunvirðið sem flýtur.
Bankarnir voru eins og íbúðamarkaðurinn. Byggðir fyrir 20 miljónir en seldir á 60. Það getur hvað auli séð að í kreppu þá muni “tískúbólan springa” og markaðsverð muni færast nær og nær raunvirði.
Þannig var það líka með bankana, þeir voru búnir að veðsetja allar sínar eignir, nota peninginn til að gíra upp sín kaup (eignir). Gallinn var að þeir notuðu markaðsverð í sínum hæðstu hæðum sem grunninn að þessu öllu saman, þegar það fór svo að lækka margfölduðust þeirra vandamál mjög fljótt.
Tilvitnun:
En besta leiðin til að draga úr þessu ástandi væri að setja hámark á laun, hugsanlega væri hægt að drýgja þau með kaupréttarsamningum. Einnig þyrfti að verða að veruleika almenn launalækkun. Tilgangurinn væri að draga úr verðbólgunni (hækkunum á verðlagi) með því að minnka breytilegan kostnað fyrirtækja (laun og vinnu verktaka) til að vega á móti gengishækkunum.
Lög á hámarkslaun hefur 0 áhrif á ástandið. Úr hvaða bull vasa dróstu þetta?
Alþjóðleg launalækkun hefði sömu áhrif og verðbólga á öllum sviðum.
Þú ert að rugla saman verðbólgu og kaupmætti.
Verðbólga = hækkun almenns verðlags = vísitala neysluverðsþ
Kaupmáttur = munurinn á hlutfallslegum breytingum á vísitölu neysluverðs og launavísitölu.
Með því að lækka laun mundi því kaupmáttur minnka verulega en verðlag stæði í stað.
Tilvitnun:
Einhversstaðar verða fyrirtæki að spara til að þurfa ekki að hækka verð. Minni verðhækkanir = meiri stöðugleiki = stöðugri króna = lánin okkar hækka minna.
Það er ekkert samhengi með því sem þessi samasem merki tengja saman… Trú okkar á eigin gjaldmiðil kemur málinu bara ekkert við , stöðugleiki og sveiflur á höfuðstólum lána er komið á með ímyndarsköpun.
Það eina sem má deila um hvort eigi heima þarna er “stöðugri króna”. Ég játa það..
Þó vil ég benda á að maður hefur lært helling um ástandið frá því þessi grein var skrifuð og ég er í raun að rökstyðja gamlar skoðanir og álit, ég er ekki lengur sammála öllu því sem ég sagði í þessari grein en skaut inn afhverju mér fannst það sem mér fannst á þessum tíma.
En fyrir alla muni þá þarf fólk að tala saman og gagnrýan hvort annað mikið í öllum þessum málum til að við getum sem þjóða farið að átta okkur á þessum´atburðum.
Ég skaut þessari grein fram sem mínu innleggi til að starta skoðanaskiptum…
Rakky koma mmeð marga góða punkta, t.d. hvernig Seðlabankinn hefði átt að vera miklu betur undirbúinn, ég er ekki sammála um hvort hann hefði átt að lána bönkunum en staðan var þannig að hann átti hvort eð er ekki pening til þess og hafði engann aðgang að fjármagni á þessum tíma.
ÞAÐ SÝNIR AÐ HANN GAT EKKI ÞJÓNAÐ SKILDUM SÍNUM ÞÓ SVO HANN HEFÐI VILJAÐ ÞAÐ…
Rakky minnist líka á berserksgang við komu Seðlabankans inná markaðinn, ég er ekki sammála að um berserksgang hafi verið að ræða en það er nokkuð augljóst að þetta hefði verið hægt að útfæra mun betur. Einnig vantar allar röksemdafærslur fyrir nær öllum ákvörðunum sem teknar hafa verið…
Hvar er hægt að nálgast þær upplýsingar sem þetta fólk er að vinna með?
Hvað veit það sem við vitum ekki?
Allavega, komið með fleiri greinar og fleiri svör…