Þetta átti að vera svar við greininni hérna á undan en varð fljótt það langt að ég ákvað bara að senda það inn sem grein:
Það kostar mikið að taka 20 miljón króna lán, eða 150 miljónir sem þú borgar út í allt. Þá miða ég við 6% meðal verðbólgu, 6,85% vexti og 300 þús stimilgjald. Hinsvegar verður að taka með í reikninginn að það dreyfist jafnt yfir 40 ár og hver króna þá er náttúrulega miklu minna virði.
Ef ég leiðrétti fyrir þá verðbólgu og reikna út núvirði allra greiðslna í framtíðinni þá ert þú að borga til bara samtals 58 miljón krónur í núvirði eða 120 þús á mánuði.
Ef maður tæki hinsvegar 60 miljón króna lán á sömu kjörum þá er núvirði afborgananna 172 miljónir eða 360 þús á mánuði.
Svo verður auðvitað að reikna með því að ef þú safnar sjálfur fyrir íbúðinni þá ávaxtaru auðvitað peninganna þína meðan þeir bíða en það er nokkuð öruggt að miða við 10% vexti á þeim eftir verðbólgu ef maður vill ekki taka áhættu. (Ekki núna í kreppunni samt, akkúrat núna er það um 5%)
Ef ég spara 120 þús á mánuði í 10 ár og miða við þessi kjör og 6% verðbólgu þá sit ég með 30 miljónir í vasanum eftirá. Svo núvirði ég þær á sama hátt og lánið áðan og þá er þessi peningur 23 miljóna virði í dag. Þá staðgreiði ég íbúðina og er skuldlaus restina af ævinni.
Hér er smá dæmi, ég er í verkfræðinni svo ég miða alltaf við meðallaun nýútskrifaðra verkfræðinga þegar ég pæli í fjármálum en það er um hálf miljón á mánuði. Allar tölur í dæminu eru í núvirði:
Nonni útskrifast og byrjar að vinna. Hann fær 500 þús á mánuði fyrir vinnuna sína og byrjar strax að spara fyrir íbúð. Hann leggur 300 þúsund til hliðar í hverjum mánuði og leggur inn á reikning sem er með 10% vöxtum *yfir verðbólgu*. Sjálfur notar hann svo restina af laununum, eða 200 þúsund kall á mánuði, til að lifa þokkalega í bílskúrnum hjá mömmu/50 m3 leiguíbúðinni sinni með kærustunni/hjá ömmu eða hvar sem er ódýrt að búa. Hann keyrir svo um á 93' BMW M5 og lifir alveg ágætis lífi, enda 200 þús á mánuði ekkert það lítill peningur.
Anna hinsvegar ætlar sér að lifa hátt og kaupir fallegt einbýlishús í garðabænum fyrir sig, kærastann og verðandi börnin á 60 miljónir og tekur lán fyrir því. Afborganirnar eru 365 þúsund á mánuði. Anna á svo 125 þúsund á mánuði eftir af laununum sínum til neyslu.
Eftir 5 ár er innistæðan á reikningi Nonna 23 miljónir. Nonni kaupir sér þá litla fallega íbúð í vesturbænum með bílskúr, enda eru sportbílar uppáhalds áhugamálið hans.
Anna hinsvegar skuldar enn 35 ára virði af afborgunum og lifir enn með 125 þúsund á mánuði til einkaneyslu, en Nonni er núna með 200 þúsund á mánuði sem hann gerir hvað sem honum sýnist við enda þarf hann ekki lengur að borga húsaleigu.
10 árum eftir útskrift er svo sjóður Nonna kominn upp í 61 miljón (núvirði útskriftarárs, rétt tala miðað við 6% verðbólgu væri 87 miljónir). Þá selur hann svo íbúðina sína (hún var partur af sjóðnum) fyrir 20 miljónir og kaupir sér þetta fallega 60 miljóna einbýlishús í garðabænum við hliðina á húsinu hennar Önnu.
Núna á Nonni 500 þúsund á mánuði í einkaneyslu. Hann gæti keypt sér 2 range rovera, einn undir sig og hinn undir konuna, plús porche 911 í bílskúrinn, sumarhús á spáni, og í raun hvað sem hugurinn gyrnist.
Anna hinsvegar er búin að greiða 1/4 af láninu sínu og lifir enn á 125 þús á mánuði eftir afborganir. Af því fara 25 þús í afborganir á yaris og 30 þús í bensín á hann. Restin fer í mat.
Núna er hringvöðvinn í afturendanum á Nonna líka enn í fínu lagi og hann þarf ekki að kaupa bleyjur hjá bönkunum til að halda öllu góðu. Anna hefur hinsvegar aðra sögu að segja.
Hvort vildir þú vera Nonni eða Anna? Þetta er líka raunhæft fyrir þá sem plana ekki að fara í nám sem gefur þeim hálfa miljón út á mánuði því Nonni eða Anna gætu líka verið dæmi um par með 250 þús á mánuði hvort.
Ég persónulega skil bara ekki af hverju fólk sparar ekki frekar en að láta svona.
Takk fyrir.