Verðlag á Íslandi og brengluð hugsun neytenda/kaupenda…
Staðgreiðsla vs. Að taka út á krít.
Ekki fyrir löngu varð seljandi að bera kostnað ef einhver viðskiptavinur notaði krítarkort. Fyrst var sett 5% álag á þá sem notuðu krítarkortið, svo óx fjöldi þeirra og kostnaðinum velt inn í verðlagið og þeim sem staðgreiddu boðinn staðgreiðsluafsláttur. Það var því mjög augljóst hvað kostaði að fá lánaðan pening fyrir einhverju.
Hvernig liti dæmið út ef t.d. þú væriri að kaupa þér hús?
m.v. 40 ára lán, 20 milljónir (100% lán)þá væri dæmið gróflega eftirfarandi.
Þú hefur um að velja:
Að fá 80% staðgreiðsluafslátt s.s. borga 100 milljónir á 40 árum = 2,5 milljónir að meðaltali á ári. (m.v. litla verðbólgu)

Eða

Borga 400% álag á ásett verð vegna lántökunar = 100 milljónir á 40 árum = 2,5 milljónir að ári að meðaltali. (m.v. litla verðbólgu)

En ef þú safnar þér 100.000 kr á mánuði í 100 mánuði (8 ár og 4 mánuði) þá ættir þú 19,9 milljónir m.v. 15% ársvexti (s.s. verðtrygging hluti af því = litlir ársvextir)

M.ö.o. borga 200.000 á mánuði í 40 ár (að meðaltali) eða 100.000 á mánuði í 8,3 ár, það eru möguleikarnir við húsakaup.

Með því að fá lán ertu einnig að taka áhættu á að lánið hækki umfram verðgildi eignarinnar, en færð vaxtabætur sem er gerir þetta náttúrulega gulls í gildi…

Þannig að ég mæli með að fólk taki allan pakkan með í reikninginn þegar það kaupir sér íbúð.

Að fá 1 milljón auka í afslátt = spara sér að borga 5 milljónir til baka.
Einnig mæli ég með að fólk hugsi hvað það er í raun að kaupa eignina á.
Ósköp einfalt, það sem þú færð lánað sinnum 5 + það sem þú staðgreiddir = heildarverð. (er eiginlega lágmarksverð því þá er gert ráð fyrir temmilegri/eðlilegri verðbólgu 5-7%)

How do you like them apples?