Ég er búinn að fá nóg af skattastefnu Reykjavíkurborgar.

Ég borgaði 100 þús í fasteignagjöld á síðasta ári, það verður hærra þetta árið.

Útsvar var hæsta mögulega í fyrra, í ár “nýttu” þeir sér ekki aukið svigrúm til útsvarsaukningar, en eru samt í hópi þeirra sem heimta hæsta útsvarið.

Embættismenn borgarstjóra sitja sveittir við að finna ný og ný gjöld, svo sem holræsagjöld, sorphirðugjöld, hvernig má hækka hitaveitu o.s.frv.

Nú ætla ég að snúa vörn í sókn, og færa lögheimili mitt til eins af lágmarksútsvars sveitarfélögunum, og með því spara ég 1.46% útsvar, sem umreiknast í 17520 kr. pr. hvern 100 þúsund kall á mánuði sem ég hef í laun.

Þannig að ef ég hef heildarlaun að meðaltali upp á 300 þúsund á mánuði, þá spara ég 52.560 á ári, beint í vasann.

Í leiðinni styð ég við byggðastefnu í landinu með því að ausa útsvari af 300þ á mánuði, sem eru 404.640 á ári til eins af eftirtöldum sveitarfélögum:

Hvalfjarðarstrandarhreppur
Skilamannahreppur
Skorradalshreppur
Ásahreppur

Þeir sem eru svo “heppnir” að búa í þeim 68 sveitarfélögum sem innheimta hámarksútsvar geta sparað talsvert meiri pening.