Sælt veri fólkið,
Eigum við ekki að koma upp almennilegri umræðu um hlutabréfaviðskipti og það sem við kemur þeim hérna á huga.is? Hvar sjá menn kauptækifæri á markaðnum í dag? Er það Baugur, Bakkavör, Össur, Pharmaco, Delta, Íshug og Marel? Það finnst mér menn allavega vera tala um. Eruð þið sammála þessu? Flest öll þau fyrirtæki sem fjármálafyrirtækin mæla með kaupum í eru útflutningsfyrirtæki með megintekjur sínar erlendis frá. Er það tilviljun eða ekki? Ég veit að margt illt hefur verið ritað um Kaupþing og er ég sammála mönnum um að vinnubrögð Kaupþingsstjóra voru hreint ekki til fyrirmyndar. En er Kaupþing ekki góður fjárfestingakostur í dag? Þeir eiga stóra hluti í t.d. Baugi, Bakkavör, Delta og Pharmaco og þegar þeir losa þá hluti mun verða gríðarlegur söluhagnaður. En annars langar mig að fá viðhorf fólks á þessu.
Kveðja,
Mölflugan