Fann þetta á innherjum á visir.is…
“Komið hefur fram að hlutabréfakaup æðstu stjórnenda hins virta verðbréfafyrirtækis Kaupþings í Reykjavík fóru fram þann 21. des síðastliðins árs. Þetta vekur nokkura furðu því ekki höfðu þeir hugmynd um fyrirhuguð kaup á Aragon í Svíþjóð þá. Næsta almenna vinnudag 27. desember var hins vegar samþykkt í stjórn Kaupþings að kaupa Aragon.
Þessi vinnusemi yfir jólahátíðina hlýtur að vekja aðdáun okkar hinna sem gerðum fátt nema að eta og sofa um jólin. Hér er hins vegar um harðduglega drengi að ræða sem greinilega una sér aldrei hvíldar. Einnig mættum við taka okkur til fyrirmyndar heiðarleika þeirra sem er alræmdur.”
Nú er bara að bíða og sjá hvenær þeir selji bréfin, mér finnst að þegar æðstu stjórnendur verðbréfafyrirtækis kaupi hlutabréf fyrir ákveðna upphæð, þá verði þeir að eiga bréfin í lágmárkstíma, t.d. eitt ár, svo þeir séu ekki bara að braska með bréf, en þá myndu þeir auðvitað nota kennitölur maka eða barna… argh…