Evrópusambandsaðild hefur verið mjög umdeild meðal fólks í Bretlands. Í framhaldi af þeirri deilu var stofnaður stjórnmálaflokkurinn UKIP eða Sjálfstæðisflokkur Breta (United Kingdom Independence Party) sem svar við Evrustefnu bæði Verkalýðsflokksins og Íhaldsflokksins. Ástæðan er sú að Evruaðild hefur í för með sér breytingar á lagaumhverfi og hömlur á sjálfákvarðanatöku aðildaríkja. Evrópusambandið tengist sterkt “Communitarianism” stefnunni, þannig að allir innan þessa bandalags ganga undir hugmyndafræði þessarar stefnu. Til að læra meira um þessa stjórnmálastefnu er fólki ráðlagt að kynna sér hana hvert fyrir sig en hún tengist líka “Third Way” stefnunni, sem er einnig kölluð öfgakennd miðjustefna, sem byggist á sósíalisma og kaptítalískri alþjóðavæðingu. Fólk meðal aðildarríkjanna hefur einnig vissulega efasemdir eins og kom í ljós nú nýverið í Írlandi þar sem stjórnarskrárbreytingar Evrópusambandsins (kallaðar “Lisbon sáttmálinn”) voru felldar.
Hver sem skoðun fólks er til þessa þá tel ég mikilvægt að upplýsa sig um allar hliðar málsins til að geta myndað sér upplýsta skoðun. Athugunarvert er að jafnvel þó það sé ferli að ganga inn í Evrópusambandið þá er ennþá erfiðara að ganga úr þannig sambandi ef óánægja rís upp með tíma. Reglugerðir segja til um að það á einfaldlega ekki að vera hægt að gagna út úr Evrópusambandinu, þannig að aðildarríki eru föst í því, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Mér finnst lítið hafa verið fjallað um allar hliðar Evrópusambandins eða upptöku Evrunnar (umræður um upptöku Evrunnar og Evrópusambandsaðild eru nánast óaðskiljanlegar), umræðan hefur verið fremur einhlít og grunnt farið í alla þætti málsins. Það er hins vegar gagnrýnari umfjöllun sem á sér stað á sumum vettvöngum í Bretlandi og ég mæli því með því að fólk kynni sér hana betur.
Það er einnig umræða um upptöku evrunnar í Bretlandi í stað pundsins. Það er vegna þess að Evrópusambandsaðild felur sjálfrafa í sér kosningu um gjaldmiðil sambandsins sem fæli þá í sér miðstýrða peningastefnu Seðlabanka Evrópu í Frankfurt. Þetta er einnig mjög umdeilt málefni.
Hér er frí heimildarmynd gerð af Trevor Colman sem er fyrrverandi yfirmaður innan Bresku lögreglunnar en vinnur nú með UKIP. Hún fjallar um Evruna, eins og gefa ber í titlinum, og fer í neikvæðu hliðar hennar, t.d. sambands-gjaldmiðla í gegnum söguna og mögulega langtíma ókosti við miðstýrða peningastjórnun.
The Euro - The Facts
aukahlekkur
Myndinni var framleidd 2002 og er dreift frítt.