Kraftaverk íslenska Banka og fjármálakerfisins Saga Banka og íslenska fjármála kerfisins í stuttu máli.

Peningar og skuldir eru í raun drifkraftur hagkerfis okkar en þó sérstaklega síðari þátturinn. Flestir telja að peningar séu gefnir út af seðlabankanum en það er eingöngu lítill hluti peninga. Meirihluti peninga kemur í formi skulda og lána búinn til af einkafyrirtækjum betur þekkt sem bankar. Flest okkar telja að bankinn láni peninga sem honum hefur verið treyst fyrir af innleggendum. Auðvelt að ímynda sér en alls ekki satt. Hvernig heldurðu að bókhaldið myndi ganga upp? Hefurðu einhverntíma lent í því að innistæða þín í bankanum hafi verið lækkuð til þess að bankinn geti lánað hana?

Í rauninni þá býr bankinn til peningana sem hann lánar. Bankinn gefur út Tékka sem eru í raun sérstakt form peninga þar sem því má skipta og nota í raunvirði peninga. Þessir Tékkar eru gefnir út af loforði lántakans einusaman til að greiða skuldina til baka. Bankinn færir svo inn á reikning viðkomandi lántaka skuld upp á tiltekna upphæð. Undirskrift lántakans á láns pappírunum er skuldbinding hans til þess að borga tiltekna skuld auk vaxta og verðtryggingu eingöngu ef húsið bílinn eða viðkomandi eiga er lögð undir sem veð. Sama undirskrift krefst þess að bankinn fær að skapa í tilurð magn lánsins á reikning lántakans. Það eina sem hann þarf að passa upp á er að eiga næga lausafjárstöðu fyrir þá sem taka út af bankabókum sínum. En litlar áhyggjur þarf hann þó að hafa vegna þess að iðulega er aldrei tekið út meira en sem nemur inngreiddum skuldum. vísitölutryggingum osf. Svo til vara er svo kallaður seðlabanki en hann lánar bönkunum peninga ef þeir lenda í lausafjárvandræðum. Sömu sögu er að segja þegar lántaki skrifar undir kreditkorta afrit.

Árið 2006 eyddu íslendingar 245 milljörðum kr með kreditkortum og skrifuðu undir Tékka að andvirði 210 milljarða kr ( ársskýrsla seðlabanka Íslands 2006, bls 17.). Á sama tíma voru eingöngu í notkun litlir 14,5 ma.kr ( Ársskýrsla Seðlabanka Íslands 2006, bls 16.)

Í sérefni KB banka um afleiðingar aukins peningamagns sem gefinn var út undir fyrirsögninni; Peningar, bankar og verðbólga þann 28 maí 2004 ber að líta á bls 3:
“Þegar minnst er á peningamagn verður líklega flestum hugsað til mislitra pappírsseðla sem ganga manna á milli í viðskiptum. Hins vegar er það svo að seðlar og mynt í umferð meðal almennings – sem eru 7-8 milljarðar – eru aðeins brot af því peningamagni sem er til staðar í efnahagslífinu. Langstærsti hluti peningamagns í
umferð liggur á reikningum innan bankakerfisins. Til að mynda var fjármagn á tékkareikningum og almennum sparisjóðsbókum um 110 milljarðar í janúar 2004 og hafði aukist um 47 milljarða frá sama mánuði árið 2003.”

Til að skilja betur hvernig þetta kom til hafðu í Huga þessa einföldu og stuttu sögu um tilurð banka.

Ævintýri gullsmiðsins.
Oft á tíðum í fortíðinni var nokkurnvegin hverju sem er skiptalegu sem peningum. Viðkomandi hlutur þurfti bara að vera færanlegur og nóg af fólki þurfti að hafa trú á því að þessum peningum gæti verið skift fyrir raunveruleg verðmæti eins og td. mat klæði og skýli. Skeljar, kakóbaunir, fallegir steinar og jafnvel fjaðrir hafa í gegnum tíðina verið notaðir sem peningar. Gull og silfur eru hrífandi og mjúkir málmar sem auðvelt er að vinna með svo sum þjóðfélög urðu einskonar sérfræðingar í þessum málmum.

Gullsmiðir gerðu vöruskipti mun einfaldari með því að slá myntir. Staðalaðar einingar þessara málma. Til þess að vernda gull sitt þurfti gullsmiðurinn að fá sér peningaskáp og fljótlega vildu nágrannar hans líka fá að geima gullið sitt og aðra eins hluti gegn leigu í skáp gullsmiðsins til að vernda sýn eigin verðmæti. Ekki leið á löngu þar til gullsmiðurinn var farinn að leigja hverja einustu hillu í skápnum og þéna smá upphæð í staðinn.

Árin liðu og gullsmiðurinn tók eftir því að innleggendur komu sjaldnast inn að sækja sitt raunverulega gull og hvað þá að þeir komu allir í einu. Það var vegna þess að ávísanirnar sem gullsmiðurinn hafði búið til sem kvittanir fyrir gullinu voru notaðar sem jafnvirði gullsins á markaðnum eins og þær væru gullið sjálft. Þessir pappírspeningar voru svo sannarleg mun þægilegri en þungar myntpyngjur. Á meðan á þessu stóð stundaði gullsmiðurinn annarskonar viðskipti. Hann lánaði út gull sitt og rukkaði vexti. Þegar hinir handhægu pappírspeningar voru samþykktir á markaðnum byrjuðu lántakendur að spyrja frekar um lánin í formi þessara ávísana í staðinn fyrir hina raunverulegu málama. Þessi reksturinn jókst og fleira og fleira fólk bað gullsiðinn um lán og það gaf gullsmiðinum jafnvel enn betri hugmynd.

Gullsmiðurinn vissi að afar fáir innleggendur komu einhverntíma að sækja gullið sitt svo gullsmiðurinn fattaði að hann gæti auðveldlega komist upp með að lána gullið þeirra út líka í formi þessara ávísana. Svo lengi sem lánin voru borguð til baka myndu innleggendur aldrei taka eftir þessu og gullsmiðurinn nú meiri banki en listamaður fengi þá mun meiri hagnað en ef hann lánaði hefði bara lánað út gullið sitt.

Árum saman naut gullsmiðurinn góðrar innkomu af útlánum inneigna innleggenda. Nú á stöðugri uppleið og orðin mun ríkari en allir aðrir í bænum óx sá grunur að gullsmiðurinn væri farinn eyða peningum innleggenda sinna í sjálfan sig, Innleggendur komu sér saman og hótuðu að taka út allt gullið sitt ef að gullsmiðurinn segði ekki frá því hvernig hann hefði orðið svona skjótauðugur. Þvert á móti það sem margan hefði grunað þá endaði þetta alls ekki illa fyrir gullsmiðinn. Þrátt fyrir allt saman þá gekk hugmynd hans upp. Innleggendur höfðu ekki tapað neinu og gullið þeirra var allt öruggt í skáp smiðsins. Í stað þess að taka aftur gullið sitt kröfðust innleggendur því frekar að gullsmiðurin nú raunar bankinn þeirra myndi gefa þeim skerð með því að greiða þeim ákveðna vexti. Það varð svo upphafið af nútíma bönkum.

Það er samt ekki öll sagan, Gullsmiðurinn okkar var nú alls ekki sáttur með þær tekjur sem eftir stóðu og krafan um lán fór ört vaxandi. Þá fék gullsmiðurinn jafnvel enn betri og gráðugri hugmynd. Þar sem enginn nema hann sjálfur vissi hversu mikið og hvað væri í rauninni geymt í peninga skápnum hans þá gæti hann gefið út ávísanir fyrir gulli sem var ekki einu sinni þar. Svo lengi sem allir eigendur ávísana komu ekki allir á sama tíma hvernig myndi nokkur maður finna þetta út? Þessi nýi skandall virkaði mjög vel og bankarnir urðu gríðarlega ríkir á vöxtum á gulli sem ekki var einusinni til. Sú hugmynd að bankinn gæti bara skapað peninga úr engu var einfaldlega of fáránleg fyrir fólk að trúa svo um langan tím datt það engum í hug. En á endanum vaknaði enn og aftur upp einhver grunur meðal bæjarbúa. Sumir lántakendur byrjuðu á að krefjast alvöru gulls í stað ávísana og sá orðrómur komst út. Skyndilega mætti tylftir ríkra innlegganda í bankann og kröfðust þess að fá gullið sitt. Leikurinn var úti blekktir innleggendur hópuðust saman fyrir utan bankann og kröfðust innstæða sinna. En auðvitað var ekki nægilega mikið gull til og kallast Þetta hlaup á bankann (e. a run on the bank.)

Að öllu eðlilegu hefði það þótt sjálfsagt að banna þá iðn að skapa sér peninga úr engu en þar sem þess konar lán orðnir nauðsýnlegir drifkraftar hagkerfisins var þetta í staðein lögleitt og vissar hömlur settar á. Bankarnir féllust á lágmark útgefnar tilbúnapeninga til móts við lausafjárstöðu á hlutfallinu 1 á móti 9 þ.e.a.s. fyrir eina milljón gat bankinn lánað tíu.

Á íslandi
Hér heima stóð svo ríkistjórnin í ströngu í baráttu við óðaverðbólguna á áttunda áratuginum og afnam launaverðtryggingu árið 1979. Segja það margir stærsta þjófnað Íslandssögunnar. Steingrímur Hermannsson segir meðal annars í ævisögu sinni að þetta voru hans stærstu mistök á ævinni. Orsökinn er íslenst fjármálakerfið sem er kraftaverki líkast. Þar skuldar hvert mansbarn að meðaltali um 6 milljónir íslenskra króna sem gerir rúma 1800 milljarða en þrátt fyrir það eru bara til í hagkerfinu litlir 15 milljarðar króna ef marka má nýjustu ársskýrslu seðlabanka Íslands. Til að halda trú og verðmæti á íslensku krónunni sem gengur misjafnlega er notast við vísitölutryggingu þar gerist sá ótrúlegi hlutur að íslendingar þurfa stundum að borga sama lánið allt að 6 sinnum enda hlýtur það að teljast einhvað mesta kraftaverk í heiminum og græða þar bankar á hverri tá og fingri með þeirri sérkennilegu tegund vísitölutryggingar að Þegar verðbólgan hækkar þá hækkar sjálfkrafa lánið og vextirnir líka því hvor tveggja er verðtryggt Svona verðtrygging er bara á Íslandi.

Í flestum örðum löndum sem eru með vísitölutryggingu á annað borð án vísitölutryggingu launa (þar sker ísland sig að mér vitandi algjörlega úr) Tíðkast allt önnur tegund vísitölutryggingar þar sem verðbólgan reiknast ofan á ársvextina en ekki höfuðstólin.

Um og eftir 2003 fór af stað sú einkavæðing bankanna þar sem íslensku þjóðinni var með rangindum, svindli, refskap og pólitískri spillingu losuð undan ríkisrekstri banka þegar lagaumhverfið var ekki einusinni tilbúið voru bankarnir seldir á gjafaverði til sérvalinna aðila sem voru ríkisstjórn þóknanlegir. “Einnig hafa stjórnmálamenn lýst því yfir að þeim hefði ekki órað fyrir því hve mikið bankarnir myndu vaxa. Sem þýðir að stjórnmálamennirnir gerðu sér ekki nokkra grein fyrir því hvað einkavæðingin myndi gera fyrir hag íslendinga.”

Á vef Háskóla íslands ber meðal annars að líta grein stutta grein um einkavæðingu banka geyrans á íslandi ttp://www3.hi.is/~gylfason/bankaarogvold.htm
Bankar og völd[b/]

Það er engin tilviljun, að vestur-evrópskir einkabankar hafa undangengin ár eignazt talsverðan og sums staðar ráðandi hlut í viðskiptabönkum í Mið- og Austur-Evrópu. Bankarekstur kommúnista í austanverðri Evrópu átti lítið skylt við bankastarfsemi í frjálsum markaðsbúskaparlöndum. Bankastjórarnir voru handbendi valdastéttarinnar. Ákvarðanir um lánveitingar og vexti voru í höndum manna, sem báru enga virðingu fyrir verðmætum umfram eigin völd. Bankarnir voru valdatæki óhæfrar stjórnmálastéttar, sem notaði lánveitingarvaldið til að hlaða undir eigin hagsmuni og kæfa öndverða krafta. Af þessu leiddi mikla sóun og spillingu, þar eð sparifé almennings rataði ekki í hendur þeirra fyrirtækja, sem hefðu kunnað bezt með féð að fara. Slík fyrirtæki voru að vísu fá, þar eð nær allur atvinnurekstur var með líku lagi reistur á grautfúnum stjórnmálaforsendum. Sparifjáreigendur áttu ekki í önnur hús að venda. Ekkert hagkerfi fær til lengdar staðizt svo óhagfellt fyrirkomulag atvinnulífs og bankamála, enda varð raunin sú, að hagkerfi kommúnistalandanna hrundu til grunna undan eigin þunga af þessum ástæðum og ýmsum öðrum. Þegar upp var staðið, stóð ekki steinn yfir steini þarna austur frá.

Þegar múrarnir hrundu fyrir austan, var engri nothæfri þekkingu á hagkvæmum og heilbrigðum bankarekstri til að dreifa þar um slóðir. Ríkisstjórnum umbótamanna í þessum löndum reið því mjög á því að flýta einkavæðingu viðskiptabankanna og laða erlenda sérþekkingu að innlendri bankastarfsemi. Um það leyti sem einkavæðing viðskiptabankanna hófst hér heima laust fyrir aldamótin, var frívæðingu efnahagslífsins að mestu lokið í flestum kommúnistalandanna og þá um leið einkavæðingu bankanna þar. Drátturinn hér heima stafaði einkum af ófýsi margra stjórnmálamanna til að sleppa hendinni af efnahagslífinu og bönkunum, því að fyrirtækin og bankarnir voru mikilvæg valdatæki hér líkt og þar. Hjálpfúsir sérfræðingar lögðu hönd á plóg: mér er minnisstætt sérfræðiálit tveggja háskólakennara, sem sáu ýmis tormerki á einkavæðingu viðskiptabankanna og hvöttu stjórnvöld til að halda að sér höndum. (Annar þeirra tók nokkru síðar sæti í bankaráði Landsbankans.)

Hér heima var hlustað á slíkar úrtölur, en ekki fyrir austan. Þar var sú leið farin víðast hvar að bjóða erlendum bönkum innlenda banka til kaups eða innlendum mönnum með erlendri þátttöku. Og þetta var leiðin, sem ríkisstjórnin hér heima markaði í byrjun, þegar einkavæðing bankanna komst loksins á dagskrá. Þetta var skynsamleg stefna, enda bar ástand bankamálanna hér ýmis merki austur-evrópskrar óhagkvæmni og hafði gert það frá fyrstu tíð. Í samræmi við þennan ásetning sendi ríkisstjórnin frá sér ásamt kaupendum fréttatilkynningu 16. janúar 2003 undir svohljóðandi fyrirsögn: ,,Þýskur banki í hópi nýrra eigenda Búnaðarbanka Íslands hf.” Aðild þýzka bankans var sem sagt aðalatriði málsins. Síðan hefur komið á daginn, að þýzki bankinn er smábanki, miklu minni en gamli Búnaðarbankinn, og fékk m.a.s. lán í Landsbankanum til að fjármagna kaupin og seldi hlut sinn í Búnaðarbankanum skömmu síðar og hvarf af vettvangi. Eftir sitja nokkrir framsóknarmenn með fullar hendur fjár – marga milljarða. Og eftir stendur spurningin um það, hvaða lögvörnum eigandi gamla Búnaðarbankans, fólkið í landinu, getur við komið við þessar aðstæður. Lögfræðingar virðast undarlega áhugalausir um málið.

Valdsmenn hafa gegnum tíðina farið frjálslega með ýmsar eigur almennings. Þeir hafa skenkt vinum sínum ríkisjarðir rétt fyrir kosningar, gefið listaverk úr opinberum söfnum o.s.frv., en það eru smámunir hjá því, sem nú tíðkast. Umfang upptökunnar hefur margfaldazt: tíðarandinn leyfir engin vettlingatök. Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur álitlegum hópi manna að því er virðist tekizt að auðgast umtalsvert á stjórnmálaafskiptum og stjórnmálatengslum. Stjórnmálaflokkarnir hafa með hiki dregið sig út úr bankarekstri, rétt er það, og þó ekki, þar eð trúnaðarmenn ríkisstjórnarflokkanna eiga enn hvor sinn fulltrúann í bankaráðum tveggja stærstu bankanna. Skaðabæturnar fyrir valdamissinn skömmtuðu menn sér sjálfir í Búnaðarbankanum. Enn er minna vitað með vissu um ýmsa þætti einkavæðingar Landsbankans.


Arið 2008 færðist verðbólgan í mikinn vöxt vegna gríðarlegs viðskipta halla síðustu ára. “Árið 2005 var sett met í halla á viðskiptum við útlönd. Hallinn var 16,5 prósent af landsframleiðslu og átti sér ekki hliðstæðu meðal OECD-ríkjanna.” íslendungum með hjálp bankanna “tókst þó að stórbæta þetta vafasama met strax árið eftir þegar viðskiptahallinn sló nálægt 26 prósentum. Það ár var ójöfnuðurinn í vöruskiptum við útlönd 300 milljarðar” (Jón Kaldal, Fréttablaðið, 29. jún. 2008, Hamfarir í sjónmáli).

Vegna óhófsamar neyslu og nær ótakmarkaða lánsveitingu bankanna var svo komið að bankinn var búinn að lán of mikið að mati ríkisstjórnarinnar og tók hún því til bragðs að bjarga bönkunum fyrir fé skattgreiðanda en um það nenni ég ekki að skrifa og kemur því hér partur úr pistli Þráins Bertelsonar

“Það er ekki von að þú skiljir þetta,” sagði stjórnmálamaðurinn. „Bankarnir borga svo rosalegar fjárhæðir í skatta svo að við verðum einfaldlega að bjarga þeim eða missa þá úr landi.“ Ég sagði: „Úr því að við þurfum að hafa bankana í gjörgæslu til að þeir drepist ekki koma þessir skattpeningar að litlum notum,” sagði ég. Spurningarmerki komu í augu stjórnmálamannsins.

Þjóðina munar lítið um þá skattpeninga sem bankarnir borga,“ sagði ég. „Þetta eru peningar sem bankarnir hafa sogið úr þjóðinni og þeir renna ekki til neins sem skiptir almenning í landinu máli.”

Í hvað renna þá þessir einskisnýtu peningar?“ spurði stjórnmálamaðurinn. Því var fljótsvarað: „Í bruðl og mont og gæluverkefni. Í að skaffa utanríkisráðuneytinu milljarð á mánuði, ekki á ári heldur mánuði, til að hafa óstarfhæfa einkavini á launum, halda úti sendiráðum í Asíu og Afríku, hafa fjölda manns á ferðalögum til að ræða við Bashar al-Assad einræðisherra og harðstjórason í Sýrlandi og aðra af sömu sort. Og umræðuefnið: Hvernig Ísland geti komið að því að leysa deiluna um framtíðarskipan mála í Miðausturlöndum!!! Er kerlingin komin með algert stjórmennskubrjálæði? Kannski friðarverðlaun Nóbels? Heima hjá henni er kreppa og hún er formaður krataflokks og hún situr skælbrosandi við fótskör þriðja klassa einræðisherra í Sýrlandi.”
Nei bara pæling.