Í flestum löndum er verðbólga reiknuð inn í ársvexti en á Íslandi reiknast hún ofan á lán.
Vextirnir sem þarf að borga eru líka verðtryggðir en ekki bara höfuðstóllinn.

Af hverju ?

Hvernig stendur á því að Ísland er eina landið í heiminum sem er með verðtryggingu á lánum með þessum hætti?

Af hverju er farið svona með okkur Íslendinga ?

Í flestum löndum eru lán ekki verðtryggð heldur er reiknað með verðbólgu í vöxtum. Þegar lán eru tekin er vitað nákvæmlega hversu mikið þarf að borga á mánuði.

Hvernig á að vera hægt að gera greiðsluáætlanir þegar lán hækka í hverjum mánuði á Íslandi ?

Með von um góða umræðu á þessum síðustu og verstu okurtímum,

B.