Mér finnst að ég hafi heyrt að verðtrygging tíðkist á Íslandi vegna þess að verðbólga hér hefur verið mun meiri og sveiflukenndari en í öðrum löndum. Með þessari aðferð er það lántakandinn sem tekur á sig óvissuna um raunvextina en ekki bankarnir eins og er í öðrum löndum.
Ef bankarnir hér ætluðu að fara að bjóða óverðtryggð íbúðarlán, miðað við núverandi efnahagsástand, myndu þau bera rosalega háa vexti til þess bankinn væri viss um að ná utan um öll möguleg verðbólguskot sem komið gætu til.
Mig grunar að íbúðarlán hér á landi séu veitt til lengri tíma en í öðrum löndum, þótt ég viti það ekki fyrir víst. Það gerir bönkum þar auðveldara að áætla verðbólguálag í vextina. Þar að auki held ég að mun meira sé veitt af íbúðarlánum á Íslandi en í mörgum öðrum löndum. Bæði vegna þess að hlutfall fólks sem býr í eigin húsnæði er rosalega hátt hér á landi og að annarsstaðar eru íbúðarkaup fjármögnuð að stærri hluta á annan hátt en með lántökum (t.d. með ríkisstyrktum sparnaði).
Mér finnst í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að bankar í einkaeigu verðtryggi útlán sín. Hinsvegar dettur mér í hug að kannski gildi ekki það sama um ríkisstofnanir (eins og Íbúðarlánasjóð). Ef verðtrygging á lánum Íbúðarlánasjóðs yrði afnumin eða sett á hana ákveðið hámark, þ.e. í mesta lagi 4% á ársgrundvelli (sem eru efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans) væri tekjutapið sem Ríkissjóður yrði fyrir kannski almennileg hvatning fyrir stjórnvöld til reyna allt sem hægt er til að koma verðbólgunni niður í þetta markmið. En þetta myndi nú líklega brjóta gegn ýmsum samkeppnislögum.
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.