Peningar og skuldir
Peningar og skuldir eru í raun drifkraftur hagkerfis okkar en þó sérstaklega síðari þátturinn. Flestir telja að peningar séu gefnir út af seðlabankanum en það er eingöngu lítill hluti peninga. Meirihluti peninga kemur í formi skulda og lána búinn til af einkafyrirtækjum betur þekkt sem bankar. Flest okkar telja að bankinn láni peninga sem honum hefur verið treyst fyrir af innleggjendum. Auðvelt að ímynda sér en alls ekki satt. Hvernig helduru að bókhaldið myndi ganga upp? Hefuru einhverntíman lent í því að innistæða þín í bankanum hafi verið lækkuð til þess að bankinn geti lánað hana?
Í rauninni þá býr bankinn til peningana sem hann lánar. Bankinn gefur út tékka sem eru í raun sérstakt form peninga þar sem því má skipta og nota í raunvirði peninga. Þessir tékkar eru gefnir út af loforði lántakans einusaman til að greiða skuldina til baka. Bankinn færir svo inn á reikning viðkomandi lántaka skuld upp á tiltekna upphæð. Undirskrift lántakans á láns papírunum er skuldbinding hans til þess að borga tiltekna skuld auk vaxta og verðtryggingu eingöngu ef húsið bílinn eða viðkomandi eiga er lögð undir sem veð. Sama undirskrift kefst þess að bankinn fær að skapa í tilurð magn lánsins á reikning lántakans. Það eina sem hann þarf að passa upp á er að eiga næga lausafjárstöðu fyrir þá sem taka út af bankabókum sínum. En litlar áhyggjur þarf hann þó að hafa vegna þess að iðulega er aldrei tekið út meira en sem nemur inngreiddum skuldum. vísitölutryggingum osf. Svo til vara er svo kallaður seðlabanki en hann lánar bönkunum peninga ef þeir lenda í lausafjársvandræðum. Til að skilja betur hvernig þetta kom til hafðu í huga þesssa einföldu og stuttu sögu um tilurð banka.
Ævintýri gullsmiðsins.
Oft á tíðum í fortíðinni var nokurnvegin hverju sem er skiptalegu sem peningum. Viðkomandi hlutur þurfti bara að vera færanlegur og nóg af fólki þurfti að hafa trú á því að þessum peningum gæti verið skift fyrir raunveruleg verðmæti eins og td mat klæði og skýli. Skeljar, kakóbaunir, fallegir steinar og jafnvel fjaðrir hafa í gegnum tíðina verið notaðir sem peningar. Gull og silfur eru hrýfandi og mjúkir málmar sem auðvelt er að vinna með svo sum þjóðfélög urðu einskonar sérfræðingar í þessum málmum.
Gullsmiðir gerðu vöruskipti mun einfaldari með því að slá myntir. Staðalaðar einingar þesara málma. Til þess að vernda gull sitt þurfti gullsmiðurinn að fá sér peningaskáp og fljótlega vildu nágranar hans líka fá að geima gullið sitt og aðra eins hluti gegn leigu í skáp gullsmiðsins til að vernda sýn eigin verðmæti. Ekki leið á löngu þar til gullsmiðurinn var farinn að legja hverja einustu hillu í skápnum og þéna smá upphæð í staðinn.
Árin liðu og gullsmiðurinn tók eftir því að innleggjendur komu sjaldnast inn að sækja sitt raunverulega gull og hvað þá að þeir komu allir í einu. Það var vegna þess að ávísanirnar sem gullsmiðurinn hafði búið til sem hvittanir fyrir gullinu voru notaðar sem jafnvirði gullsins á markaðnum eins og þær væru gullið sjálft. Þessir papírspeningar voru svo sannarleg mun þægilegri en þúngar myntpyngjur. Á meðan á þessu stóð stundaði gullsmiðurinn annarskonar viðskipti. Hann lánaði út gull sitt og rukkaði vexti. Þegar hinir handhægu papírspeningar voru samþykktir á markaðnum byrjuðu lántakendur að spyrja frekar um lánin í formi þessara ávísana í staðinn fyrir hina raunverulegu málama. Þessi reksturinn jókst og fleira og fleira fólk bað gullsiðinn um lán og það gaf gullsmiðinum jafnvel enn betri hugmynd.
Gullsmiðurinn vissi að afar fáir innleggjendur komu einhverntíman að sækja gullið sitt svo gullsmiðurinn fattaði að hann gæti auðveldlega komist upp með að lána gullið þeirra út líka í formi þessara ávísana. Svo lengi sem lánin voru borguð til baka myndu inleggjendurnir aldrey taka eftir þessu og gullsmiðurinn nú meiri banki en listamaður fengi þá mun meiri hagnað en ef hann lánaði hefði bara lánað út gullið sitt.
Árum saman naut gullsmiðurinn góðrar innkomu af útlánum inneigna innleggjanda. Nú á stöðugri uppleið og orðin mun ríkari en allir aðrir í bænum óx sá grunur að gullsmiðurinn væri farinn eyða penningum innleggjenda sinna í sjálfan sig, Innleggjendur komu sér saman og hótuðu að taka út allt gullið sitt ef að gullsmiðurinn segði ekki frá því hvernig hann hefði orðið svona skjótauðugur. Þvert á móti það sem margan hefði grunað þá endaði þetta alls ekki ílla fyrir gullsmiðinn. Þrátt fyrir allt saman þá gekk hugmynd hans upp. Innlegjendur höfðu ekki tapað neinu og gullið þeirra var allt örrugt í skápi smiðsins. Í stað þess að taka aftur gullið sitt kröfðust innlegjendurnir frekar að gullsmiðurin nú raunar bankinn þeirra myndi gefa þeim skerð með því að greiða þeim áhveðna vexti. Það varð svo upphafið af nútíma bönkum.
Það er samt ekki öll sagan, Gullsmiðurinn okkar var nú alls ekki sáttur með þær tekjur sem eftir stóðu og krafan um lán fór ört vaxandi. Þá fék gullsmiðurinn jafnvel enn betri og gráðugri hugmynd. Þar sem enginn nema hann sjálfur vissi hversu mikið og hvað væri í rauninni geymt í penninga skápnum hans þá gæti hann gefið út ávísanir fyrir gulli sem var ekki einu sinni þar. Svo lengi sem allir eigendur ávísananna komu ekki allir á sama tíma hvernig myndi nokkur maður finna þetta út? Þessi nýji skandall virkaði mjög vel og bankarnir urðu gríðalega ríkir á vöxtum á gulli sem ekki var einusinni til. Sú hugmynd að bankinn gæti bara skapað penningu úr engu var einfaldlega of fáránleg fyrir fólk að trúa svo um langan tím dat það engum í hug. En á endnum vaknaði ebb og aftur upp einhver grunur meðal bæjarbúa. Sumir lántkendur byrjuðu á að krefjast alvuru gulls í stað ávísanna og sá orðrómur komst út. Skyndilega mætti tykftir ríkra innleggjanda í bankann og kröfðust þess að fá gullið sitt. Leikurinn var úti blekktir innleggjendur hópuðust saman fyrir utan bankann og kröðust innstæða sinna. En auðvitað var ekki næginlega mikið gull til. Þetta kallast hlaup á bankann (e. a run on the bank.)
Að öllu eðlilegu hefði það þótt sjálfsagt að banna þá iðn að skapa sér peninga úr engu en þar sem þess konar lán orðnir nauðsýnlegir drifkraftar hagkerfisins var þetta í staðein lögleytt og vissar hömlur settar á. Bankarnir féllust á lágmark útgefna tilbúnapeninga til móts við lausafjárstöðu á hlútfallinu 1 á móti 9 þ.e.a.s fyrir eina milljón gat bankinn lánað tíu.
Jæja nóg í bili sendi kannski inn framhald seinna ef vilji er fyrir hendi
Nei bara pæling.