Heimilt er að greiða hluta fastra launa í erlendum gjaldmiðli eða tengja hluta fastra mánaðalauna við gengi erlends gjaldmiðils með samkomulagi starfsmans og atvinnurekanda. Miða skal við sölugengi gjaldmiðilsins á þeim degi (samningardegi) sen samkomulag starfsmans og atvinnurekanda er gert.
Föst mánaðarlaun skal reikna og setja fram á launaseðil á eftirfarandi hátt:
1. Föst mánaðarlaun í íslenskum krónum á sammningsdegi
2. Til frádráttar kemur sú krónutala sem samkomulag er um að greiða í erlendum gjaldmiðli eða tengja við gengi erlends gjaldmiðils á samningsdegi.
3. Hluti fastra mánaðarlauna sem greiddur eða tengdur erlendum gjaldmiðli (sbr lið 2), reiknaður í íslenskum krónum á sölugengi erlends gjaldmiðils þremur viðskiptadögum fyrir útborgunardag.

Samtala 1-3. getur þó aldrei orðið lægri en sá lágmarkstaxi kjarasamnings sem gildir fyrir viðkomandi starfsgrein.

Samtala 1-3 myndar stofn til greiðslu opinberra gjalda og iðgjalda skv. kjarasamningi, s.s í lífeyris-, félags-, sjúkra-, endurhæfingar-, orlofsheimila- og endurmenntunarsjóði.

Starfsmaður og atvinnurekanda er heimilt að semja um að yfirvinna, vaktarálög, bónusar og aðrar greiðslur verði gerðar upp að hluta eða öllu leyti í erlendum gjaldmiðli.


Núna þarf ég ykkar hjálp kæru fjármálaáhugamenn til að segja mér hvort þetta sé eitthvað sem að mun kannski borga sig? bæði fyrir mann í fastri vinnu allan ársins hring (í smásölu) og sumarafleysingja.
Og koma með ykkar skoðanir og dæmi um mismunandi starfsstéttir og þennan möguleika