Ég er einn af þeim sem hef brennt mig illa á verðbréfum, þ.e. eitt íbuðarverð út um gluggan fyrir nokkrum árum, en sem betur fer áður en hækkunin varð ! En ég er búinn að ná mér vel á strik og komin aftur í bréf með öðrum hugsunarhætti.
Ég hef aldrei haft mikla trú Íslenska hlutabréfamarkaðinum, því miður fram til þessa þar sem ég taldi hann álíka áræðanlegan og t.d. þann í Botswana, en nú held ég að stöðnun blasi við. Einu bréfin sem ég hef trú á núna eru Peningabréfin sem er gott að sjá “tikka” uppávið hvað sem líður gengi fyrirtækja og þarna eru einu bréfin sem hægt er að fjárfest í á lánum.
Annars finnst mér furðulegt hvað er lítið fjallað um það fyrirtæki sem hefur gert best undanfarin ár í Kauphöllini, þ.e. Atlantic Petroleum. Klaufinn ég keypti ekki fyrir tveimur árum þegar mér datt það í hug, en þá átti ég ekki nóg, en það hefur þrefaldast síðan.
Nú er ég að fjárfesta í námufyrirtækjum, aðallega í Ástralíu og Kanada, og hef gert það gott undanfarið, dollar er að falla og góðmálmar og hráefni munu bara hækka í verði. Og ég er með tips fyrir ykkur; LYC á Ástralska markaðinum og TXX á þeim Kanadíska. Þetta eru fyritæki sem eru búin að tryggja sér góð svæði en vinnsla er ekki hafin og Wall Sreet er ekki búinn að renna á peningalyktina ennþá. Ég get engu lofað en fyrirtæki í þessum geira eru þau sem geta risið hæst þegar “sagan fréttist”.
Það er ekkert flókið að kaupa í þessu, bara að tala við ráðgjafana í bönkunum og miðlarar þeirra sjá um þetta, og svo er hægt að fylgjast með gangi þeirra á einkabankanum. En þetta eru fjárfestingar til nokkura ára, í millitíðinni gera verið miklar sveiflur, meiri en gengur og gerist i almennum hlutabréfum. ALLS EKKI TAKA LÁN TIL ÞESSARA FJÁRFESTINGA., BARA PENIGNA SEM HÆGT ER AÐ “SPILA” MEÐ !