…haflidason, ekki veit á hvaða rugludalli þú hefur lent í, en þetta lýsir ekki góðum sölumanni og er ekki lýsandi dæmi fyrir góða sölumennsku.
Þetta fólk er að sjá fyrir sér alveg eins og ég og þú, ekki gleyma því heldur. Þar sem ég hef staðið í því að byggja upp fyrirtæki með ekkert í höndunum frá grunni til “frægðar” (ef þannig má að orði komast), þá þarf oft harðskeytta sölumennsku til að koma hlutum af stað.
Ég er einmitt einn af þessum harðskeyttu sölumönnum, en ALDREI dytti mér í hug að ljúga svona uppí opið geðið á þér. Það lýsir ótrúlegum vanhæfileikum í sölumennsku, sérstaklega þessum umrædda tryggingarsölumanni. Svona gutta/píur koma alltaf uppum sig á endanum og ná aldrei miklum frama = brenna fljótt upp.
Sölumennska er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hins vegar kýs að nota rök við þá aðila sem ég er að reyna að fá í viðskipti. Sem rekstraraðili verð ég líka fyrir barðinu á ágangshörðum og framagjörnum sölubullum (orð sem ég nota yfir lélega sölumenn), það bara virkar ekkert á mig, “I know every trick in the book”;)
Besta leiðin er, eins og þú gerðir, standa fastur á sínu. Ef að þú hefur ekki að fullu gert upp hug þinn, þá ekki kaupa. Ég veit hinsvegar til þess að margir sem eru að “þjálfa” sölumenn nú til dags, halda því fram að “stundum” “viti” viðskiptavinurinn ekki betur og hlutverk sölumannsins er að sannfæra viðkomandi um eigin að hann hafi “virkilega” þörf fyrir söluvöruna. Þetta er náttúrulega eins heimskt og ég set þetta upp. Það getur aldrei stýrt góðri lukku að ganga að því vísu að viðskiptavinurinn sé “heimskur” eða “ómeðvitaður” um eigin þarfir. Aldrei nokkurn tímann dytti mér í hug að benda sölumanni á það að slá um sig eins og þessi sölubulla gerði í þínu tilfelli, kannski til þess eins að fylla þig afbrýðisemi eða minnimáttarkennd.
Ég hef haldið fyrirlestra auk þess að hafa kennt og þjálfað marga fyrirmyndar sölu- og markaðsmenn. Það er í raun ekki hægt að kenna hvaða fólki sem er að vera sölumenn. Þú þarft að hafa miklu meira en bara fínu fötin og söluræðuna á hreinu. Það er svo bara hvernig fólk er virkjað til sölu- og markaðsstarfa sem lýsir meira þeim sem kenndi þeim fremur en sjálfum sölumanninum. (Einfalt: Sjálflærður = sjálfur ábyrgur. Hlotið þjálfun eða kennslu = “þjálfarinn” ábyrgur)
——–
Svo við snúum okkur að auglýsinga- og markaðsskrumi, er t.d. mikill munur á því að það sé hringt stanslaust frá t.d. forlögum, tímaritum, tryggingarfélögum, vátryggingarmiðlurum, fjármálafyrirtækjum, skoðanakannanafyrirtækjum - eða þeirri staðreynd að pósthólf okkar eru stútfull af allskyns gylliboðum og ruslpósti?
Svarið er NEI!
Hvers vegna?
Vegna þess að hvorutveggja er ætlað að vinna sem áreiti á tilhneigingu okkar til að kaupa vöru eða þjónustu, vinna á hégóma okkar.
——
Ég persónulega var á einhverjum “lista” sem Gallup nota/r/aði til að hringja út kannanir. Þegar komið var að því að ég var búinn að svara 11 könnunum í sama mánuðinum fékk ég nóg og talaði ég við æðsta vald þessa ágæta apparats og tjáði viðkomandi að mér stæði ekki á sama og ég færi ekki fyrr en að ég fengi fullvissu (skriflega) um það að fyrirtækið hefði ekki framvegis heimild til að leita álita hjá mér og myndi ekki gera svo framvegis, punktur og basta! - Málið afgreitt. (tók ca. 40 mín. með akstri meðtöldum;) - laus við þetta 4ever)
———-
En, það er í þessum bransa eins og öllum öðrum, svartur sauður sem skemmir fyrir heildinni.
Kveðja, bjox@hugi.is