Jah, það eru svona tilfelli sem fara dálítið illa með vinstrimenn. Maður á auðvitað ekki að minnka í tekjum við það að vinna meira, þó að eðlilegt þyki mér að með ákveðið há laun, hafi maður ekki alveg sömu réttindi og þeir sem eiga mjög lítið. Það er undirstaða samhjálpar, að einhver *gefi*. Hvorki leigi né selji.
En þetta er auðvitað fáránlegt, ef það sem þú segir er satt. Reyndar trúi ég því ekki að hátekjuskatturinn hafi farið svona illa með hana. Hann hefur hingað til verið 3 milljónir á ári þar til mjög nýlega, og það eru um 280.000 krónur á mánuði, sem hefði átt að duga einstæðri móður og barni hennar vel.
Ég er hinsvegar á móti því að taka þá burt barnabæturnar og ýmsar bætur, á þeim forsendum að hún vilji vinna fyrir einhverju. Það er fáránleiki efnisins, en ég hef aldrei skilið þetta væl í fólki með hátekjuskattinn. Gallinn við hátekjuskattinn er að hann er borgaður árið eftir að unnið er fyrir honum, en hversu hár hann er, eða hvar þakið er, er ekki vandamálið.
Hátekjuskatturinn var 10%, af þeim tekjum sem fara yfir 3 milljónir á ári, rétt áður en núverandi ríkisstjórn slakaði eitthvað á þessu í kjölfar verðbólgunnar. Hvernig er þetta vandamál? Það þýðir að ef þú ert með 300.000 krónur á mánuði (sem enginn má halda að séu ekki hin prýðilegustu laun, jafnvel fyrir mjög menntað fólk), þá borgarðu 10% af skattstofni sem nemur 20.000. Þ.e.a.s., þeim 20.000 krónum sem þú fórst á mánuði, yfir hátekjuskattsmörkin.
Þetta þýðir 2.000 krónur á mánuði. Er þetta svo svakalegt, fyrir manneskju sem er með 300.000 krónur í laun á mánuði? Og fyrirgefðu, en konugreyið fór í svona há laun, og er allt í einu núna að lenda í fjármagnsvandamálum vegna þess að skatturinn fór svo illa með hana… það segir mér lítið annað en að hún hafi ekki kunnað að fara með þessa peninga.
Við í forritunargeiranum könnumst vel við þetta, en ég virðist vera sá eini sem nennir ekki að rífa kjaft yfir þessum hlægilega hátekjuskatti. Ég efast um að það skaði að afnema hann, en ég skil ekki hvernig fólk nennir að eyða tíma og orku í að væla yfir honum.
Þó er ég sammála þér með bæturnar. Það er eitthvað að, þegar fólk fær minna fyrir að vinna meira.