Mér finnst að það þurfi að afnema skatt eftir að maður er búinn að vinna 40.tíma í vikunni.
Er virkilega ekki nóg af ríkinu og sveitarfélögum að skifta þeim skatti á milli sín?
Við Íslendingar þurfum ávallt að vinna yfirvinnu til að getað lifað í þessu samfélagi og gerum það flest okkar,en þá finnst mér að við eigum að uppskera fyrir það með því að borga engan skatt af yfirvinnu.
Allir myndu græða á þessu,Fyrirtækin myndu borga sömu yfirvinnu en eiga auðveldara með að fá fólk til að vinna yfirvinnu.Þetta myndi hvetja fólk frekar til að vinna yfirvinnu.
Ríkið og sveitarfélögin myndu græða á þessu einnig með því að fólk þyrfti ekki að leitast eins mikið eftir fjárhagsaðstoð.
Ég væri til í að sjá hvað ykkur finnst um þetta,endilega skrifið skoðannir ykkar á þessu og ég mun svara ykkur eins fljótt og ég get ef þið hafið spurningar.
Með góðri kveðju diesel1.