Þegar ég fjalla um fjármál Íslendinga þá veit ég ekki hvort ég á að gráta eða hlæja, líklega hlægja því ég er viðskipta megin og græði á þeim.
Greinin hér á undan vakti mig til þessara greinaskrifa þar sem er fjallað um hvað bankarnir eru að græða á því að fara umfram á reikningum og svo græða þeir óheyrilega á yfirdrættinum. Kunningja sem var ofboðið benti mér nýlega á augýsingar frá einum bankanum sem auglýsti lægri vexti á yfirdrætti fyrir námsmenn og vakti athygli mína á því hvað þetta væri í raun siðlaust að auglýsa þetta.
Það er líklegast eindæmi (allavega í löndunum sem við eru alltaf að bera okkur í saman við) að yfirdráttur sé notaður eins og hér á landi, til neyslu, og sem sjálfsagður hlutur. Það er talað mikið um að bili á milli þeirra ríku og hinna sé að breikka og það er líklega og ekki sýst af þvi að flestir Íslendinagar eru að eyða í óþarfa og þá skiptir máli hvoru megin er við borðið.
En hverju er um að kenna ? Nú er maður farinn að sjá Víetnamana sem komu allslausir 1979 á fínum bílum, af hveru ætli það sé ? Jú, þeir unnu á eigin forsendum en buggust ekki við neinu frá Ríkinum heldur seldu okkur “Kínamat”.
Og nú sjáum við Pólverjana koma, vinnufúsa, taka þá vinnu sem latir Íslendingar vilja ekki vinna í góðærinu, en hvað þegar þrengir að og ekki er nóg vinna við tölvuskjáinn ? Þeir vongóðu halda að þá verði Pólverjanir sendir heim, en því miður, það verður ekki þannig heldur verður haldið í þá sem vinna vel og það er víst ekki Íslendinar upp til hópa, orðinir of latir.