Ég hef aðeins verið að stúdera gull undanfarið sem fjárfestingarkost þar sem það hefur verið að hækka mikið undanfarið. Þessi hækkun hefur verið rakin til nokkura þátta m.a; Aukinnar óvissu í alþjóðamálum, minni trú á Dollaran, spákaupmennsku og eftisrpurn í “uprennandi” ríkjum eins og Kína og Indlandi þar sem fólk vill hafa hlutin í hendi sér.
Sú var tíð að Dollar og gull voru samofin en nú er Dalurinn á fallandi fæti og margir telja að gull verðí í auknum mæli “safe heaven” fjárfesting fyrir þá sem ekki vita hvar er öruggt skjól á umbrotatímum. Talandi um $ þá var ég að lesa athyglisverða kenningu um hver ástæðan fyrir innrás USA í Írak væri í raun.
Samkvæmt henni þá var það ekki olían per se, heldur sú staðreind að Saddam vildi fá greitt í Evrum fyrir olíuna (Saudar eru bundnir $ af samningum við USA)og þar með gerir það $ verðminni og eignir í þeimm gjaldmiðli en eins og margir vita eru Kanarnir mjög skuldsettir og háðir því að erlendir fjárfestar kaupi af þeim skuldabréf og kaupi $ til m.a. olíukaupa.
Nú eru Íranar að reyna það sama (reyndar var ég lesa að Norðmenn ætluðu það líka, en kannsi skiptir það ekki eins miklu máli miðað við magn) og hvað gerist nú, er verið að plana árás á Íran ? Ekki það að ég hafi neitt á móti því að þessir trúarbrjálæðingar verði sendir til Alla á góðum “Sveppahatti” !