Forex - FX - Foreign Exchange = Gjaldeyrismarkaðurinn
Stærsti og Breytilegasti Fjármála markaður í heimi með um 1.9 trilljón dollara veltu á dag. Ef við miðum við hlutabréfa markaðinn þá er NYSE (New York Stock Exchange, stærsti hlutabréfa markaður heims) með “aðeins” 25 milljarða dollara veltu á dag, þannig sjáiði að FX er töluvert stærri eða rúmlega 3 sinnum stærri en Hlutabréfa & “Framvirk Viðskipti” (Futures) til samans!
Hvað er verið að versla með á Gjaldeyris Markaðinum (FOREX)?
Svarið er Peninga. FX er þegar gjaldeyrir er keyptur og annar seldur á sama tíma. Gjaldeyrir er verslaður í gegnum þar til gerða miðlara og eru verlsaðir í pörum; til dæmis er Evran og Dollarinn (EUR/USD) eða Breska pundið og Japanska Yenið (GBP/JPY).
Þessi uppsetning veldur mörgum hugarangri vegna þess einfaldlega að það er ekki að kaupa sem slíka. Hugsa þér að kaupa gjaldeyri einsog að kaupa hlutabréf í tilteknu landi. Þegar þú kaupir,til dæmis, Japanst Yen, þá ertu í raun að kaupa hlut í Japanska efnahagskerfinu, þar sem að verðgildi gjaldeyrisins er beinteingdur efnahagslegu trausti annara landa á því landi sem þú keyptir hlut í. Það er ef lönd (Stærstu Bankar heims) telja að efnahagsástand í Japan sé traust þá hækkar verðgildi Japanska Yensins.
Þannig að, gengið miðast af Efnahags ástandi annars landsin miðað við efnahag hins.
Annað en aðrir fjármálamarkaðir eins og NYSE, þá er Gjaldeyrismarkaðurinn ekki með neina “höfuðstöðvar” eða nokkurn “aðalstað”. Gjaldeyrismarkaðurinn er hugsaður sem “Yfir - Borðið” (OTC - Over the Counter) eða “InterBank” markaður, þá útaf því að markaðurinn er algerlega rafrænn, innan alþjóða nets bankana, stanslaust í 24 tíma sólahrings.
Það eru rétt rúmlega 15 ár frá því að aðeins “Stóru Laxarnir” gátu leikið þennan leik. Upphaflega þurfti 10 til 50 milljón dollara til að byrja! Gjaldeyrismarkaðurinn var hugsaður fyrir Bankana og Stóru Stofnanirnar en ekki fyrir okkur “littla mannin”. En, vegna internetsins, er Netfyrirtæki sem sérhæfa sig í gjaldeyris viðskiptum kleyft að bjóða GjaldeyrisViðskipta Reinkinga fyrir fólk einsog mig og þig.
Disclaimer: tek enga ábyrgð á stafsetningavillum sem ég hef geta gert bendi á íslensku kennarann minn í 6.bekk!
og varðandi “Futures” þá er ég ekki allveg með það á hreinu hvernig þaug virka ef það er einhver hérna sem veit það og veit íslenska orðið fyrir það þá endilega látið mig vita :) er allur af vilja gerður til að rita rétt.
en annars átti þetta að vera smá kynning á FX en ég vonast til að gera ítarlegri og mun lengri grein von bráðar en langaði að sjá hverskonar áhugi yrði á því svo að endilega skjótið á mig :) (hef verið að leita að íslenskum upplýsingum um FX og virðist ekkert vera að finna á veraldarvefnum)