Að Stjórna, eða Ekki Stjórna Nýjum Greiðslumáta
Höfundur fjallar um þróun greiðslukerfisins og mikilvægi þess að stjórna breytingunum sjálf í stað þess að verða hreinlega fyrir utanaðkomandi áhrifum sem annars verða þvingaðar á efnahag okkar og samfélag.
Korta fyrirtækin. Kredit og debit kortin eru að breytast, allt kortakerfið er í miðri kynslóðabreytingu… Allt greiðslukerfið er smám saman að breytast, við vitum það öll.
En, í stað þess að sitja einfaldlega eftir og verða fyrir þeim breytingar-áhrifum sem þvingaðar hafa verið á efnahag okkar og greiðslukerfi, VERÐUM VIÐ AÐ ÁTTA OKKUR Á ÞVÍ að við stöndum í þeirri einstæðu aðstöðu að geta litið fram á við og rökrætt þá möguleika sem þessar breytingar hafa í för með sér.
Staðreynd: kortafyrirtækin verða að losna við kortanúmerin sem og segulröndina –> þau verða því að þróa nýja kynslóð korta.
–í hverju er þessi breyting fólgin??
Staðreynd: kortin innihalda hugbúnað sem hefur samskipti við greiðslukassann… Einfalda þróunin var auðvitað alveg eins kort, bara með flögu inní kortinu.. væntanlega séð svoleiðis kort… EN ÞAÐ ERU AÐRAR LEIÐIR
—“Stafræni áratugurinn” Þessi áratugur hefur verið kallaður þetta af hugbúnaðar þróendum heimsins. Það verður að horfa á þær komandi breytingar sem fyrirhugaðar eru hjá öllum þessum áhrifaríku hópum heimsins. Það snertir okkur öll sem einstaklingar, snertir okkur öll sem þjóð.
Bill Gates kynnti framtíð Microsoft á kynningu um ‘framtíð tækniiðnaðarins’ 6. janúar síðastliðin… Það sem er mikilvægt að við drögum frá þeirri kynningu er nothæfi og almenn notkun á farsímanum.
Það væri því mjög framsækin og fýsilegur kostur að geta notað þessa þróun þegar við þurfum að þróa nýtt greiðslukerfi.
–Við erum að þróast gagnvart þessum kosti vegna þeirra möguleika sem fylgja í kjölfarið.
Við munum þróast í þessa átt vegna þess að við viljum losna við pappírs eyðslu, viljum losna við pappírs reikninga. Þessi nýja kynslóð korta krefst þess að hægt verði vista upplýsingar á kortið. Það er augljóslega mun einfaldara að finna pláss fyrir minniskubb í símanum heldur en í þunnu korti…
Með það í huga að þetta greiðslukerfi krefst þess að upplýsingar verði vistaðar á greiðslumáta almennings, þessi þróun hefur einnig upp á marga aðra kosti að bjóða… við verðum að kynna okkur þessa kosti og ath hvernig best er hægt að nýta svona þjónustu!
-Bráðnauðsynlegar sjúkraupplýsingar fyrir sjúkrastofnunina
-Öll meðhöndlun skatts yrði í stafrænu formi
-Engin sóun á pappír í reikninga… kostnaður fyrirtækja lækkar stórlega. Jæja, kostnaður alls innan kerfisins verður lægri
-Brátt þróumst við gagnvart því að hætta notkun lausafjár. Gríðalegur kostnaður við grunnfé og viðhald lausafjár. Breytingin hefur einnig í för með sér einstaka eiginleika til þess að brjóta niður allann svartann markað og vinna gríðarlega gott verk á aðgengi bannaðra efna.
-Þessi þróun hefur augljósa kosti í för með sér þegar við hugsum um gjaldeyris viðskipti og möguleikann á því að taka upp annann gjaldmiðil.
Höfundur hefur birt grein um heilstæða samfélagsbyltingu á Íslandi, róttækar breytingar sem tryggja Íslandi þann titil sem við öll þráum: “Best í Heimi”
http://gestsson.tripod.com/almidill