Það er ótrúlegt hvað Danir eru að skapa sér miklar vinsældir í heiminum.
Ég vil benda fólki á að gengi íslensku krónunnar er EKKI mælikvarði á hversu vel íslensku bönkunum gengur í útrás sinni erlendis. Í raun má segja að ef gengi krónunnar fellur þá hafi bankarnir akkúrat gert rétt með að fjárfesta erlendis, því ef íslenska krónan fellur um 10% þá aukast/hækka fjárfestingar og hagnaður af þeim í íslenskum krónum.
Því er óhætt að segja að bankarnir hafi dreift áhættunni skynsamlega.
En aftur að Dönum…
Ég vil benda bönkunum á að bjóða dönum lífeyrissparnað og það sem fyrst. Skv. áreiðanlegum heimildum eiga Danir í erfiðleikum með sitt ríkisrekna kerfi og alls óvíst að þeir geti staðið undir skuldbindingum framtíðarinnar.
Þeir hefðu þá frekar átt að láta íslensku bankana ávaxta peninginn fyrir sig.
En nóg um það..
Einn félagi minn er með eftirfarandi orð á heilanum og finnst mér þau táknræn fyrir íslenska viðkiptamenn:
Quiters never win and winners never quit…