Ég verið að spurja mig undanfarið hvort við íslendingar séum á réttri leið að ala upp börnin okkar!
Ég meina það er allt tengt við peninga nú orðið, bankarnir laða að sér skólakrakka með alskyns auglýsingum og allir krakkarnir drífa í því að kaupa sér bíl, helst nýjan bíl með lánum.
Ég spyr, hvað varð um gömlukonuna sem sparaði sér upp í einhvað?
Fyrir utan það að engin af þessum krökkum þarf bíl, nema að hann sé utan af landi.
Þróunin hérna á Íslandi hefur verið einhvernvegin þannig að þegar nágranninn á einhvað þá þarft þú að fá það líka.
Núna á fólk fullt af hlutum sem það þarf ekkert á að halda, og mikið af því er á meðal launum og vinnur svakalega fyrir einhverju sem það fær varla að njóta.
En svo er það þetta nýríka fólk. Sem keirir um á stórum jeppum sem það hefur ekkert við að gera.
Leiðilegt finnst mér að horfa uppá þetta. Því hamingjan felst ekki í hlutunum.
Ef þú átt of marga hluti, þá eiga hlutirnir þig!
Ég á mig sjálfur og viðurkenni að ég þarf ekki bíl. Það eru fínar samgöngur í borginni, margir vilja hald því fram að svo sé ekki.
Í borginni Árósum þá fara þeir líka á 20min fresti og þar búa um 300.000 manns. Þar er meira en tvöfalt dýrara að taka strætó. Svo fyrir þá sem hafa tekið eftir að við erum með lappir, þá er líka hægt að hjóla og ganga!
Vissu þið til að mynda að það tekur ekki nema 15min að ganga frá Laugardalslaug upp í Kringlu.
Fólk hér á Íslandi er alltaf að nöldra yfir hlutum sem það hefur aldrei upplifað annarstaðar.
Talar jafnvel um að það sé lang verst hérna á Íslandi.
Viljið þið vita hvernig það er annarstaðar?
Annarstaðar í Evrópu er ekki svona mikið um efnihyggju fólk eins og hér á Íslandi, það hjólar í vinnuna og er ekki á jafn háum lánum.
Það sparar sér upp fyrir hlutunum og “kennir” börnunum sínum að fara vel með peninga.
Þannig hvernig væri að næst þegar þessir bankastjórar og þetta hálaunafólk biður um hærri laun, þá verði þeim bara gefin Frít-í-Yoga í staðinn!!!