Eimskip þekkja allir,enda er þetta nokkuð gamallt fyrirtæki, stofnað árið 1914 og var þá fyrsta skipafélagið á Íslandi. Þegar Bretar komu hingað til Íslands brá þeim heldur betur að sjá merki Eimskips en þeir héldu að Þjóðverjar væru komnir hingað til lands og búnir að hertaka það en var það bara einn stór misskilingur.Bresku hermennirnir höfðu ruglast á þýska hakakrossinum og merki Eimskips en þessi merki voru mjög lík.
En nóg um það. Fyrirtækinu gekk ágætlega fyrstu árin en þá sá það bara um sjóflutninga en nú í dag sér Eimskip um alhliða flutningsþjónustu. Forstjóri Eimskips í dag er Baldur Guðnason og hjá fyrirtækinu starfa um 1.500 manns, þar af vinna 450 manns mikilvæga starfsemi erlendis í 10 löndum.( Kanada, Kína, Danmörku, Færeyjum, Þýskalandi, Hollandi, Noregi, Svíþjóð , Bretlandi og Bandaríkjunum.).Markmið Eimskipar er að reka alhliða flutningakerfi á þann hátt sem er hagkvæmastur fyrir viðskiptavini og fyrirtækið sjálft.
Avion Group hf.
Eimskip er dótturfyrirtæki Avion Group hf. sem er stærsta fyrirtæki sem skráð hefur verið í Kauphöll Íslands. Avion Group græddi um 13 milljarða á fyrsta degi í Kauphöllini þann 19. Janúar 2006. Avion Grouper ekki bara stærsta fyrirtæki sem skráð hefur verið í Kauphöll Íslands heldur er þetta Íslenska fyrirtæki með 4.500 starfsmenn í öllum heimsálfum, annað framsóknasta fyrirtækið í Evrópu í dag.
Markaðsvirði félagsins var 69 milljarðar íslenskra króna við skráningu í Kauphöllina.
Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður Avion Group sagði skráningu félagsins vera mikilvægt skref í áframhaldandi vexti þess. “Trú fjárfestinga á Avion Group er mikil.”