Húsbréf Ég vil benda fólki sem þarf að selja húsbréf á að það er talsverður munur á því hvað fæst fyrir sömu bréfin hjá mismunandi stofnunum.

T.d. var í dag hægt að fá 5000 kall meira fyrir mín bréf á hagstæðasta stað heldur en annarsstaðar (1.3 mill á nafnverði).

Það er nú bara ágætis laun fyrir það eitt að hringja nokkur símtöl, eða gramsa á netinu.

Einnig er vert að benda fólki á, að til að gera flókið mál enn flóknara, þá er “gengi” húsbréfa ekki almennilega til, það er að segja, hver einasta verðbréfabraskstofa heldur sitt eigið gengi á þessum pappírum, þannig að 10% afföll á stað A geta verið skárri en 9% á stað B - ef staður A reiknar hærra gengi. Að sjálfsögðu kemur svo þóknun inn í dæmið - Í raun má hunsa þessa hluti sem þeir skáka fram og til baka og spurja bara hvað fæ ég í peningum fyrir svo og svo mikil húsbréf. Þá á maður að fá tölu sem hægt er að bera saman milli staða.

Að lokum lýsi ég frati á há afföll af húsbréfum þessa dagana. Kommon fjárfestar, lífeyrissjóðir og aðrir sem verða að ávaxta peninga sína: Húsbréf eru verðtryggð og með yfir 5% vexti - eru þetta ekki betri kostur en þessi happdrættisverðbréf? Allavega eins og staðan er í dag og vinningarnir eru ekki beint að streyma inn í verðbréfahappdrættinu!

Hér eru krækjur á tvo húsbréfaverðbréfavefi sem birta verð sín á netinu, fylgist með og ekki selja bréfin ykkar til þeirra sem greiða minnst (e.t.v. myndast þá meiri keppni um þessi eðal verðbréf).


(copy og paste trixið - afsakið fáfræði mína)

http://www.iv.is/husbref/husbref.asp?flokkur=98%2F2&upphaed=1000000&thoknun=0%2C50&btnReikna.x=26&btnReikna.y=8

http://www.sph.is/03_verdbref/03_01_03_husbref_eldra_gengi.asp