Hvaða skoðun eru menn svona yfirleitt á um þessar skattalækkanir. Sumir vilja lækka virðisaukaskatt á matvælum úr 14% í 7%! Aðrir vilja lækka tekjuskatt að mér minnir. Mér finnst persónulega gáfulegast að hækka persónuafsláttinn. Það myndi koma öllum til góða og þá sérstaklega þeim sem minna meiga sín. Að lækka tekjuskatt hagnast aðeins þeim sem eru með há og góð laun! Að lækka matarskattinn hagnast manni 500 kr. aukalega á mánuði.. svo ég held að gáfulegasta leiðin í þessu öllu saman sé að hækka persónuafsláttinn og allir verða ánægðir!;) nei… reyndar verða aldrei allir ánægðir þar sem það er aldrei hægt að gera öllum til geðs. Mér finnst bara sú stefna sem er í gangi núna hjá ríkisstjórninni alveg fáránleg, þeir tala um að lækkun þessa tekjuskatts koma öllum til góða en svo er ekki raunin!
hvað segið þið um þetta?;)