Hversu sniðugar eru sparnaðarleiðir bankanna? Ég fór að spá í þetta því ég hef mikla trú á sparnaði. Það ætti að vera flestum mögulegt að spara 5000 kall á mánuði og ætti ekki að taka langan tíma að safna í góðan sjóð.
Ég er nú samt á báðum áttum eftir að hafa skoðað málið. Segjum að þú gerist áskrifandi að sparnaði upp á kr. 5000 á mánuði. Þú ert til í að taka miðlungs áhættu og setur þetta í Skuldabréfasjóð LÍ sem er með um 10% nafnávöxtun undanfarin 3 ár.
Eftir fyrsta árið ættir þú kr. 62.830-. eftir fimm ár kr. 387.200-. Fyrsta árið lagði maður til 12 x 5.000 = 60.000. Í 5 ár lagði maður til 5.000 x 60 = 300.0000 og uppskar kr. 87.200 í ávöxtun.
Málið er að bankinn hefur ekki látið sér nægja að hafa peninga þína til að ávaxta, heldur hafa þeir tekið af þér þjónustugjald við hverja færslu. Þannig hefur maður á þessum 5 árum greitt kr. 6.000 í þjónustugjöld fyrir að færa sjálfkrafa af einum reikningi (launareikningnum þínum) yfir á sparnaðarreikninginn. Að sjálfsögðu er um rafræna færslu að ræða, og aldrei koma neinir peningar í umferð.
Já - og ef maður hefði lagt þennan 100 kall til hliðar í 5 ár með sömu ávöxtun þá væri hann um kr 7.750.
Sem sagt. Ég í minni vitleysu sé ekki betur en að ávöxtunin hafi verið um 79.000. Þetta þýðir að ávöxtunin var ekket 10%, heldur 8,3. Að teknu tilliti til verðbólgu og fjármagnstekjuskatts þá er þetta ekki sérlega feitur hestur.
Ef skoðaðir eru öruggari sjóðir verður dæmið enn sorglegra.
Þó ég nefni þann ágæta banka Landsbanka Íslands þá gildir þetta sama um þá alla.